Sport

Sterar fundust í skíðagöngukonu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valentyna Kaminska hefur lokið keppni á Vetrarólympíuleikunum í Peking eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.
Valentyna Kaminska hefur lokið keppni á Vetrarólympíuleikunum í Peking eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. getty/Tom Weller

Úkraínska skíðagöngukonan Valentyna Kaminska féll á lyfjaprófi og má ekki keppa meira á Vetrarólympíuleikunum í Peking.

Anabólískir strerar greindust í A-sýni Kaminsku. Hún á rétt á því að biðja um greiningu á B-sýni.

Þetta er fyrsta lyfjamálið sem kemur upp hjá skíðagöngufólki á Vetrarólympíuleikunum í Peking.

Kaminska hefur keppt í þremur greinum í Peking en ekki náð merkilegum árangri. Hún varð í 70. sæti í sprettgöngu og 79. sæti í tíu kílómetra göngu með hefðbundinni aðferð. Þá var hún hluti af úkraínsku sveitinni sem endaði í 18. sæti í boðgöngu.

Hin 34 ára Kaminska er fædd í Hvíta-Rússlandi og keppti fyrir hönd þjóðarinnar til 2018 þegar hún byrjaði að keppa fyrir Úkraínu. Hún er á sínum þriðju Vetrarólympíuleikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×