Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 18:30 Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. Árásin átti sér stað í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt en maðurinn var handtekinn við Miklubraut um klukkan níu í morgun. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi notað skammbyssu til þess að skjóta á fyrrverandi kærustu sína og kærasta hennar. Aðgerðir lögreglu í nótt voru gríðarlega umfangsmiklar og þegar mest lét tóku hátt í áttatíu lögreglumenn þátt í að leita að árásarmanninum. Fljótlega eftir að hann fannst við Miklubraut var annar maður, grunaður vitorðsmaður, handtekinn. „Við erum bara með málið í rannsókn en sem stendur eru tveir aðilar grunaðir sem gerendur í þessu máli og við erum bara að skoða það,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. Teljið þið að þetta hafi verið skipulagt? „Það er bara eitt af því sem við verðum bara að skoða og sjá hvað rannsókn leiðir okkur.“ Ótengdur aðili á svæðinu tilkynnti árásina til lögreglu Báðir hinna grunuðu eru á þrítugsaldri og eiga sér sögu hjá lögreglu, þar af hefur annar þeirra varið hluta fullorðinsára sinna á bak við lás og slá. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. „Við teljum að almenningi hafi ekki stafað hætta af þessum mönnum, það er vegna þess að við teljum að þetta sé innan ákveðins hóps og þetta hafi beinst að ákveðnu fólki, þessu fólki sem varð fyrir árásinni þó svo að aðrir hafi verið í hættu sem voru líka á svæðinu,“ segir Margeir. Einn ótengdur aðili var á svæðinu en það var hann sem tilkynnti lögreglu um árásina. Samkvæmt heimildum fréttastofu var fólkið skotið af færi, konan í kviðinn og maðurinn í lærið. Konan særðist alvarlega. Teljið þið að ásetningurinn hafi verið að drepa? „Það á bara eftir að koma í ljós.“ Nánast slétt ár er síðan karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði, eða þann 13. febrúar í fyrra og þá var vopnaður maður skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í ágúst. Lögreglan lítur þessa þróun alvarlegum augum. „Þetta er mjög alvarlegt og það er kannski alltof stutt síðan svipað gerðist eða svipuð árás, atlaga, en við lítum þetta mjög alvarlegum augum og erum ekki spenntir fyrir þróun sem þessari.“ Lögreglumál Reykjavík Skotárás í Grafarholti Tengdar fréttir Tveir nú í haldi í tengslum við skotárásina í Grafarholti í nótt Tveir karlar eru í haldi lögreglu í þágu rannsóknar á skotárás í Grafarholti í nótt. Annar var handtekinn í morgun líkt og áður hefur komið fram en hinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Báðir mennirnir eru á þrítugsaldri. 10. febrúar 2022 16:23 Karlmaður sem skaut á fólk í Grafarholti í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Skotið var á karl og konu sem stödd voru utandyra í hverfinu og voru þau flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Þau eru ekki í lífshættu. 10. febrúar 2022 11:16 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Árásin átti sér stað í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt en maðurinn var handtekinn við Miklubraut um klukkan níu í morgun. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi notað skammbyssu til þess að skjóta á fyrrverandi kærustu sína og kærasta hennar. Aðgerðir lögreglu í nótt voru gríðarlega umfangsmiklar og þegar mest lét tóku hátt í áttatíu lögreglumenn þátt í að leita að árásarmanninum. Fljótlega eftir að hann fannst við Miklubraut var annar maður, grunaður vitorðsmaður, handtekinn. „Við erum bara með málið í rannsókn en sem stendur eru tveir aðilar grunaðir sem gerendur í þessu máli og við erum bara að skoða það,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. Teljið þið að þetta hafi verið skipulagt? „Það er bara eitt af því sem við verðum bara að skoða og sjá hvað rannsókn leiðir okkur.“ Ótengdur aðili á svæðinu tilkynnti árásina til lögreglu Báðir hinna grunuðu eru á þrítugsaldri og eiga sér sögu hjá lögreglu, þar af hefur annar þeirra varið hluta fullorðinsára sinna á bak við lás og slá. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. „Við teljum að almenningi hafi ekki stafað hætta af þessum mönnum, það er vegna þess að við teljum að þetta sé innan ákveðins hóps og þetta hafi beinst að ákveðnu fólki, þessu fólki sem varð fyrir árásinni þó svo að aðrir hafi verið í hættu sem voru líka á svæðinu,“ segir Margeir. Einn ótengdur aðili var á svæðinu en það var hann sem tilkynnti lögreglu um árásina. Samkvæmt heimildum fréttastofu var fólkið skotið af færi, konan í kviðinn og maðurinn í lærið. Konan særðist alvarlega. Teljið þið að ásetningurinn hafi verið að drepa? „Það á bara eftir að koma í ljós.“ Nánast slétt ár er síðan karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði, eða þann 13. febrúar í fyrra og þá var vopnaður maður skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í ágúst. Lögreglan lítur þessa þróun alvarlegum augum. „Þetta er mjög alvarlegt og það er kannski alltof stutt síðan svipað gerðist eða svipuð árás, atlaga, en við lítum þetta mjög alvarlegum augum og erum ekki spenntir fyrir þróun sem þessari.“
Lögreglumál Reykjavík Skotárás í Grafarholti Tengdar fréttir Tveir nú í haldi í tengslum við skotárásina í Grafarholti í nótt Tveir karlar eru í haldi lögreglu í þágu rannsóknar á skotárás í Grafarholti í nótt. Annar var handtekinn í morgun líkt og áður hefur komið fram en hinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Báðir mennirnir eru á þrítugsaldri. 10. febrúar 2022 16:23 Karlmaður sem skaut á fólk í Grafarholti í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Skotið var á karl og konu sem stödd voru utandyra í hverfinu og voru þau flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Þau eru ekki í lífshættu. 10. febrúar 2022 11:16 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Tveir nú í haldi í tengslum við skotárásina í Grafarholti í nótt Tveir karlar eru í haldi lögreglu í þágu rannsóknar á skotárás í Grafarholti í nótt. Annar var handtekinn í morgun líkt og áður hefur komið fram en hinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Báðir mennirnir eru á þrítugsaldri. 10. febrúar 2022 16:23
Karlmaður sem skaut á fólk í Grafarholti í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Skotið var á karl og konu sem stödd voru utandyra í hverfinu og voru þau flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Þau eru ekki í lífshættu. 10. febrúar 2022 11:16