Sænska stjarnan kom aftur örmagna í mark Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2022 12:30 Frida Karlsson var búin á því þegar hún kom í mark í tíu kílómetra skíðagöngu með hefðbundinni aðferð. getty/Patrick Smith Ekki hefur gengið sem skyldi hjá Fridu Karlsson, einni skærustu skíðastjörnu Svía, á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Karlsson varð fimmta í fimmtán kílómetra skiptigöngu um helgina. Hún var algjörlega úrvinda þegar hún kom í mark og eftir keppnina sagði hún að það hefði liðið yfir sig. Ekki tók betra við í tíu kílómetra skíðagöngunni í dag. Karlsson varð í 12. sæti og var örmagna þegar hún kom í mark. Hún féll í snjóinn. Landa hennar, Ebba Andersson, hugaði að henni og hún fékk svo hjálp við að yfirgefa keppnissvæðið. „Ég er mjög leið og vonsvikin. Það er eins og Ólympíudraumurinn minn sé að engu orðinn,“ sagði Karlsson. Hún sagði að sér hefði þó ekki liðið jafn illa og eftir skiptigönguna og hlutirnir hafi kannski ekki verið jafn slæmir og þeir litu út fyrir að vera. „Þetta leit ef til vill út fyrir að vera dramatískara en þetta var. Ég var með aðeins of mikið slím í hálsinum og reyndi að losa mig við það svo ég gæti andað betur.“ Karlsson, sem er 22 ára, þótti mjög líkleg til afreka í Peking en hlutirnir hafa ekki gengið samkvæmt áætlun hjá henni. Hún á þó enn eftir að keppa í boðgöngu á leikunum. Sænskt fíaskó Enginn af sænsku keppendunum í tíu kílómetra skíðagöngunni komst á verðlaunapall. Anderson var efst Svíanna, í 6. sæti. Hún kom í mark á 28:57,2 og var 50,9 á eftir sigurvegaranum, Therese Johaug frá Noregi. Og Karlsson varð að gera sér 12. sætið að góðu eins og áður sagði. Svíar vildu sjá betri árangur hjá sínum konum og til marks um það er fyrirsögnin á frétt Expressen um tíu kílómetra skíðagönguna: „Fíaskó hjá sænsku stjörnunum.“ Spennan í keppni dagsins var lygileg. Johaug kom í mark á 28:06,3 og var aðeins fjörutíu hundraðshlutum á undan hinni finnsku Kerttu Niskanen. Landa hennar, Krista Pärmäkoski, varð þriðja á 28:37,8. Natalia Nepryaeva frá Rússlandi, sem byrjaði gönguna mjög vel, varð í 4. sæti á 28:37,9. Johaug hefur unnið til tvennra gullverðlauna í Peking en hún varð einnig hlutskörpust í fimmtán kílómetra skiptigöngu. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Dagskráin í dag: Pílukast, íshokkí og golf „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sjá meira
Karlsson varð fimmta í fimmtán kílómetra skiptigöngu um helgina. Hún var algjörlega úrvinda þegar hún kom í mark og eftir keppnina sagði hún að það hefði liðið yfir sig. Ekki tók betra við í tíu kílómetra skíðagöngunni í dag. Karlsson varð í 12. sæti og var örmagna þegar hún kom í mark. Hún féll í snjóinn. Landa hennar, Ebba Andersson, hugaði að henni og hún fékk svo hjálp við að yfirgefa keppnissvæðið. „Ég er mjög leið og vonsvikin. Það er eins og Ólympíudraumurinn minn sé að engu orðinn,“ sagði Karlsson. Hún sagði að sér hefði þó ekki liðið jafn illa og eftir skiptigönguna og hlutirnir hafi kannski ekki verið jafn slæmir og þeir litu út fyrir að vera. „Þetta leit ef til vill út fyrir að vera dramatískara en þetta var. Ég var með aðeins of mikið slím í hálsinum og reyndi að losa mig við það svo ég gæti andað betur.“ Karlsson, sem er 22 ára, þótti mjög líkleg til afreka í Peking en hlutirnir hafa ekki gengið samkvæmt áætlun hjá henni. Hún á þó enn eftir að keppa í boðgöngu á leikunum. Sænskt fíaskó Enginn af sænsku keppendunum í tíu kílómetra skíðagöngunni komst á verðlaunapall. Anderson var efst Svíanna, í 6. sæti. Hún kom í mark á 28:57,2 og var 50,9 á eftir sigurvegaranum, Therese Johaug frá Noregi. Og Karlsson varð að gera sér 12. sætið að góðu eins og áður sagði. Svíar vildu sjá betri árangur hjá sínum konum og til marks um það er fyrirsögnin á frétt Expressen um tíu kílómetra skíðagönguna: „Fíaskó hjá sænsku stjörnunum.“ Spennan í keppni dagsins var lygileg. Johaug kom í mark á 28:06,3 og var aðeins fjörutíu hundraðshlutum á undan hinni finnsku Kerttu Niskanen. Landa hennar, Krista Pärmäkoski, varð þriðja á 28:37,8. Natalia Nepryaeva frá Rússlandi, sem byrjaði gönguna mjög vel, varð í 4. sæti á 28:37,9. Johaug hefur unnið til tvennra gullverðlauna í Peking en hún varð einnig hlutskörpust í fimmtán kílómetra skiptigöngu.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Dagskráin í dag: Pílukast, íshokkí og golf „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sjá meira