Nýtt undirafbrigði ómíkron sagt smitast auðveldar manna á milli Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2022 14:15 Grímuskylda hefur verið felld niður í Danmörku. EPA/LISELOTTE SABROE Danskir vísindamenn segja nýtt undir-afbrigði ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar sem greinst hefur þar í landi smitast enn auðveldar manna á milli. Undirafbrigðið nefnist BA.2 og vísindamennirnir segja það vera um þriðjungi líklegra til að smitast manna á milli en BA.1. 45.366 manns greindust smituð af Covid-19 síðasta sólarhringinn í Danmörku. Þar af höfðu 2.515 smitast áður og samkvæmt frétt DR var hlutfall jákvæðra sýna 28,52 prósent. Þá kemur einnig fram í frétt DR að nýgengi í Danmörku mælist 1,0. Haft er eftir Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, að það sé mögulega til marks um að faraldurinn hafi náð hámarki í Danmörku. Hann segir það þó óvíst. Nýgengi var í síðustu viku 1,2. Kontakttallet er i dag beregnet til 1. Dvs tegn på en stabil epidemi på landsplan, men interessante udviklinger regionalt: Kurverne ser ud til at være ved at knække, epidemien kan på nuværende tidspunkt have toppet i Region Sjælland og Hovedstaden. Dog stadig usikkert #COVID19dk pic.twitter.com/XAlt6HfXXR— Magnus Heunicke (@Heunicke) February 1, 2022 Yfirvöld í Danmörku skilgreina Covid-19 ekki lengur sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi og var í morgun fari í víðtækar afléttingar sóttvarnarreglna. Danir hafa þurft að búa við grímuskyldu á opinberum stöðum, í almenningssamgöngum og víðar allt frá ágúst 2020, með hléum þó. Grímuskyldan er þó ekki lengur í gildi og notkun kórónupassans svokallaða hefur verið hætt. Sjá einnig: Danir kveðja grímuna, „kórónupassann“ og fjöldatakmarkanir Undirafbrigðið BA.2 er orðið ráðandi í Danmörku og náði efsta sæti, ef svo má að orði komast, í annarri viku janúar, samkvæmt frétt Reuters. Nú smitast um 82 prósent Dana sem fá Covid-19 af BA.2. Danskir vísindamenn skoðuðu rúmlega 8.500 heimili þar sem kórónuveiran greindist milli desember og janúar og komust að þeirri niðurstöðu að BA.2 smitast auðveldar manna á milli an BA.1. Samkvæmt vísindamönnunum virka bóluefni einnig verr á undirafbrigðið en á BA.1 og eigi auðveldar með að smita fólk sem hefur smitast áður. Reuters segir þó að niðurstöður rannsóknarinnar hafi ekki verið ritrýndar enn. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Af neyðarstigi niður á hættustig Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna Covid-19. Neyðarstigi var lýst yfir 11. janúar síðastliðinn. 1. febrúar 2022 13:43 Vilja fá heimild fyrir notkun bóluefnisins meðal barna yngri en 5 ára Pfizer og BioNTech munu fara þess á leit við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna í þessari viku, jafnvel strax í dag, að stofnunin heimili notkun bóluefnis fyrirtækjanna til að bólusetja börn 5 ára og yngri. 1. febrúar 2022 12:35 Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 í Sunnuhlíð Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi um helgina. 1. febrúar 2022 11:17 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 31 liggur inni með Covid-19 og þrír á gjörgæslu Landspítalinn er enn á neyðarstigi en 31 sjúklingur liggur nú inni með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. 1. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
45.366 manns greindust smituð af Covid-19 síðasta sólarhringinn í Danmörku. Þar af höfðu 2.515 smitast áður og samkvæmt frétt DR var hlutfall jákvæðra sýna 28,52 prósent. Þá kemur einnig fram í frétt DR að nýgengi í Danmörku mælist 1,0. Haft er eftir Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, að það sé mögulega til marks um að faraldurinn hafi náð hámarki í Danmörku. Hann segir það þó óvíst. Nýgengi var í síðustu viku 1,2. Kontakttallet er i dag beregnet til 1. Dvs tegn på en stabil epidemi på landsplan, men interessante udviklinger regionalt: Kurverne ser ud til at være ved at knække, epidemien kan på nuværende tidspunkt have toppet i Region Sjælland og Hovedstaden. Dog stadig usikkert #COVID19dk pic.twitter.com/XAlt6HfXXR— Magnus Heunicke (@Heunicke) February 1, 2022 Yfirvöld í Danmörku skilgreina Covid-19 ekki lengur sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi og var í morgun fari í víðtækar afléttingar sóttvarnarreglna. Danir hafa þurft að búa við grímuskyldu á opinberum stöðum, í almenningssamgöngum og víðar allt frá ágúst 2020, með hléum þó. Grímuskyldan er þó ekki lengur í gildi og notkun kórónupassans svokallaða hefur verið hætt. Sjá einnig: Danir kveðja grímuna, „kórónupassann“ og fjöldatakmarkanir Undirafbrigðið BA.2 er orðið ráðandi í Danmörku og náði efsta sæti, ef svo má að orði komast, í annarri viku janúar, samkvæmt frétt Reuters. Nú smitast um 82 prósent Dana sem fá Covid-19 af BA.2. Danskir vísindamenn skoðuðu rúmlega 8.500 heimili þar sem kórónuveiran greindist milli desember og janúar og komust að þeirri niðurstöðu að BA.2 smitast auðveldar manna á milli an BA.1. Samkvæmt vísindamönnunum virka bóluefni einnig verr á undirafbrigðið en á BA.1 og eigi auðveldar með að smita fólk sem hefur smitast áður. Reuters segir þó að niðurstöður rannsóknarinnar hafi ekki verið ritrýndar enn.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Af neyðarstigi niður á hættustig Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna Covid-19. Neyðarstigi var lýst yfir 11. janúar síðastliðinn. 1. febrúar 2022 13:43 Vilja fá heimild fyrir notkun bóluefnisins meðal barna yngri en 5 ára Pfizer og BioNTech munu fara þess á leit við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna í þessari viku, jafnvel strax í dag, að stofnunin heimili notkun bóluefnis fyrirtækjanna til að bólusetja börn 5 ára og yngri. 1. febrúar 2022 12:35 Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 í Sunnuhlíð Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi um helgina. 1. febrúar 2022 11:17 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 31 liggur inni með Covid-19 og þrír á gjörgæslu Landspítalinn er enn á neyðarstigi en 31 sjúklingur liggur nú inni með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. 1. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Af neyðarstigi niður á hættustig Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna Covid-19. Neyðarstigi var lýst yfir 11. janúar síðastliðinn. 1. febrúar 2022 13:43
Vilja fá heimild fyrir notkun bóluefnisins meðal barna yngri en 5 ára Pfizer og BioNTech munu fara þess á leit við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna í þessari viku, jafnvel strax í dag, að stofnunin heimili notkun bóluefnis fyrirtækjanna til að bólusetja börn 5 ára og yngri. 1. febrúar 2022 12:35
Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 í Sunnuhlíð Karlmaður á áttræðisaldri lést af völdum Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi um helgina. 1. febrúar 2022 11:17
1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14
31 liggur inni með Covid-19 og þrír á gjörgæslu Landspítalinn er enn á neyðarstigi en 31 sjúklingur liggur nú inni með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. 1. febrúar 2022 10:00