Hákon Gunnarsson í 1.-2. sæti hjá Samfylkingunni í Kópavogi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2022 08:18 Hákon Gunnarsson sækist eftir 1.-2. sæti í forvali Samfylkingarinnar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Kópavogi. Aðsend Hákon Gunnarsson hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig fram í forvali Samfylkingarinnar í forvali fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor og gefur hann kost á sér í 1.-2. sæti. Hákon er fæddur og uppalinn í Kópavogi og segir hann í tilkynningu að foreldrar hans hafi verið meðal frumbyggjanna í bænum og hafi tekið virkan þátt í mótun samfélagsins þar. Hann hafi um áratugaskeið verið virkur í knattspyrnudeild Breiðabliks, spilað þar og starfað. Hákon hefur komið víða við í íslensku viðskiptalífi. Hann var í framkvæmdastjórn í HM 1995 sem haldið var á Íslandi, framkvæmdastjóri Samsölubakarís og fjármálastjóri hjá Íslenska járnblendifélaginu. Þá var hann framkvæmdastjóri Íslenskra getrauna á tímabili og frá aldamótum komið að stefnumótunarráðgjöf hjá fyrirtækjum og stofnunum, lengst af hjá IMG/Capacent. „Kópavogur stendur á tímamótum. Í stað vaxtar og landnáms með tilheyrandi fólksfjölgun er kominn tími á að huga að innviðum og samfélagsuppbyggingu. Eldri hverfi bæjarins þarfnast endurskipulagningar frá grunni. Það gengur ekki lengur í nútímasamfélagi að beita sömu aðferðafræði við þéttingu byggðar og endurskipulagningu eldri hverfa í bænum og var gert þegar byggð var brotin í austurátt,“ skrifar Hákon í tilkynningu sinni. Hann segist lengi hafa tekið þátt í starfi grasrótarsamtakanna Vinir Kópavogs. Meðal baráttumála samtakanna hafi verið að fram fari hönnunarsamkeppni um skipulag í miðbæ Kópavogs, sem meirihluti Kópavogsbúa séu hlynntir. „Örlítill minnihluti Kópavogsbúa eru sammála þeirri aðferðafræði sem núverandi meirihluti ákvað að fara. Hún var sú að afhenda skipulagsvaldið til þóknanlegs verktaka og fyrsta hugmynd hans um heildarskipulag í þessari mikilvægu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu var látin gilda og samþykkt 6-5 í bæjarstjórn,“ segir Hákon. „Það þarf ekki eingöngu að vinda ofan af þessari ákvörðun. Það þarf algerlega að kúvenda allri aðferðafræði og stjórnunarháttum í stjórn og rekstri bæjarfélagsins. Til þess er Samfylkingin reiðubúin – til þess er ég reiðubúinn og býð því fram krafta mína til að leiða slíka vinnu.“ Kópavogur Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira
Hákon er fæddur og uppalinn í Kópavogi og segir hann í tilkynningu að foreldrar hans hafi verið meðal frumbyggjanna í bænum og hafi tekið virkan þátt í mótun samfélagsins þar. Hann hafi um áratugaskeið verið virkur í knattspyrnudeild Breiðabliks, spilað þar og starfað. Hákon hefur komið víða við í íslensku viðskiptalífi. Hann var í framkvæmdastjórn í HM 1995 sem haldið var á Íslandi, framkvæmdastjóri Samsölubakarís og fjármálastjóri hjá Íslenska járnblendifélaginu. Þá var hann framkvæmdastjóri Íslenskra getrauna á tímabili og frá aldamótum komið að stefnumótunarráðgjöf hjá fyrirtækjum og stofnunum, lengst af hjá IMG/Capacent. „Kópavogur stendur á tímamótum. Í stað vaxtar og landnáms með tilheyrandi fólksfjölgun er kominn tími á að huga að innviðum og samfélagsuppbyggingu. Eldri hverfi bæjarins þarfnast endurskipulagningar frá grunni. Það gengur ekki lengur í nútímasamfélagi að beita sömu aðferðafræði við þéttingu byggðar og endurskipulagningu eldri hverfa í bænum og var gert þegar byggð var brotin í austurátt,“ skrifar Hákon í tilkynningu sinni. Hann segist lengi hafa tekið þátt í starfi grasrótarsamtakanna Vinir Kópavogs. Meðal baráttumála samtakanna hafi verið að fram fari hönnunarsamkeppni um skipulag í miðbæ Kópavogs, sem meirihluti Kópavogsbúa séu hlynntir. „Örlítill minnihluti Kópavogsbúa eru sammála þeirri aðferðafræði sem núverandi meirihluti ákvað að fara. Hún var sú að afhenda skipulagsvaldið til þóknanlegs verktaka og fyrsta hugmynd hans um heildarskipulag í þessari mikilvægu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu var látin gilda og samþykkt 6-5 í bæjarstjórn,“ segir Hákon. „Það þarf ekki eingöngu að vinda ofan af þessari ákvörðun. Það þarf algerlega að kúvenda allri aðferðafræði og stjórnunarháttum í stjórn og rekstri bæjarfélagsins. Til þess er Samfylkingin reiðubúin – til þess er ég reiðubúinn og býð því fram krafta mína til að leiða slíka vinnu.“
Kópavogur Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira