Lífið samstarf

Allt fyrir heimilið á dúndurkjörum í janúar

Vogue fyrir heimilið

Vogue fyrir heimilið er vefverslun vikunnar á Vísi

„Útsalan er í fullum gangi hjá okkur og hægt að gera dúndurkaup. Margir fyllast framkvæmdagleði í upphafi árs og nota þennan tíma til að fríska upp á heimilið. Það getur verið allt frá því að kaupa ný handklæði á baðherbergið, skipta um gardínur eða fá sér ný húsgögn í stofuna og við eigum frábært úrval af fallegum vörum til heimilisins,“ segir Steinn Kári Ragnarsson hjá Vogue fyrir heimilið.

Útsalan er á fullu og lýkur á laugardag 29. janúar og fram að því er öll gjafavara á 15 % afslætti og öll mjúkvara, svo sem sængur og rúmföt á 20 % afslætti og hefur úrvalið af rúmfötum aldrei verið meira. Húsgögn eru einnig á 20 % afslætti og valin húsgögn á allt að 70% afslætti.

Stofu- og borðstofuhúsgögn í úrvali

„Við eigum gríðarlega gott úrval af hægindastólum í stofuna og þar er framleiðandinn Het Anker fremstur meðal jafningja, húsgögnin frá því merki njóta alltaf mikilla vinsælda. Þá er úrvalið af borðstofuhúsgögnum mjög glæsilegt og við eigum til dæmis mjög falleg borðstofuborð í skandinavískum stíl sem Íslendingar eru hrifnir af.“

Rúmgaflar eftir séróskum

„Öll rúm eru á 20% afslætti og rúmgaflarnir rokseljast þessa dagana. Það eru greinilega margir að taka svefnherbergið í gegn og hjá okkur er hægt að velja mismunandi útlit og áklæði sem passar inn á heimilið. 

Við framleiðum gaflana eftir óskum fólks og mjög vinsælt er að fá gardínur og púða úr sama efni til að hafa allt í stíl. Við finnum einnig á fólki að það er farið að huga að sumrinu og sumarbústaðnum en við búum til dýnur í öllum stærðum og gerðum í bústaðinn,“ segir Steinn.

Nánari upplýsingar á vef Vogue fyrir heimilið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.