Sport

Barcelona komið aftur á sigurbraut

Atli Arason skrifar
Frenkie de Jong var bjargvættur Barcelona í kvöld.
Frenkie de Jong var bjargvættur Barcelona í kvöld. vísir/getty

Frenkie De Jong bjargaði Barcelona á elleftu stundu þegar hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu leiksins í 0-1 sigri Barcelona á fallbaráttuliði Deportivo Alaves.

Jordi Alba á þá frábæra sendingu sem sker vörn Deportivo í sundur og knötturinn endar hjá Ferran Torres. Torres leggur boltann fyrir mark Deportivo á Frenkie De Jong sem gat ekki annað en stýrt boltanum auðveldlega í netið.

Á fyrstu mínútu uppbótatíma fær Jose Mendilibar það sem verður að teljast afar heimskulegt rautt spjald fyrir að segja einhver illa valin orð við dómara leiksins.

Fram að marki Barcelona hafði Deportivo fengið nokkur fín færi til að skora mark en það gekk ekki eftir og því vann Barcelona 0-1 sigur.

Barcelona er eftir sigurinn í fimmta sæti með 35 stig, einungis einu stigi á eftir Atletico Madrid sem er í fjórða og síðasta sæti sem gefur keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu.

Deportivo Alaves er áfram í fallsæti með 17 stig í 19. sæti, þremur stigum frá öruggu sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.