Heimsleikarnir 2022 í hættu hjá Söru: Síðustu 72 tímar brjálæðislega stressandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2022 08:31 Sara Sigmundsdóttir á meðferðaborðinu hjá sjúkraþjálfara. Hún þarf nú aftur að glíma við hnémeiðsli. Youtube/WIT Meiðsladraugurinn heldur áfram að elta eina allra bestu CrossFit konu Íslands og nú er næsta heimsleika tímabil í hættu. Sara Sigmundsdóttir þurfti að hætta keppni á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami um helgina vegna meiðsla á hné. Hún hefur nú staðfest meiðslin sem margir óttuðust um að væri ástæðan fyrir því að hún hélt ekki áfram eftir þriðju greinina. Sara meiddi sig á hné og þurfti að fara í myndatöku í Flórída. Hún var að keppa á sínu öðru stóru móti á innan við mánuði eftir að hafa komið til baka átta mánuðum eftir krossbandsaðferð. Það er að heyra á færslu Söru að hún óttaðist hið versta en það lítur út fyrir að hún eigi enn möguleika á að taka þátt þegar The Open byrjar undir lok næsta mánaðar. „Ég fékk stóran skrekk á Wodapalooza á föstudaginn og af þeim sökum hafa síðustu 72 tímar verið brjálæðislega stressandi,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég þurfti að komast í myndatöku á hnénu og ég þurfti líka á hjálpa að halda frá stórkostlegu fólki á mörgum stöðum í heiminum til að skoða myndirnar og dæma um það í hvaða stöðu ég væri,“ skrifaði Sara. „Til allrar hamingju þá á enn smá möguleika á því að vera með á CrossFit tímabilinu 2022. Ég mun gera allt sem sem ég get til að svo verði,“ skrifaði Sara. Fyrsti hluti undankeppni heimsleikanna í CrossFit hefst 24. febrúar næstkomandi eða eftir aðeins 36 daga. Það mun reyna mikið á Söru á þessum rúma mánuði að ná sér góðri að meiðslunum en um leið halda sér í nógu góðu formi til að tryggja sér farseðil í næstu umferð undankeppninnar. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir stuðningin og vinaleg skilaboð. Ég vil líka þakka Dani Speegle sérstaklega fyrir að koma til mín eftir greinina og segja mér að halda höfðinu hátt,“ skrifaði Sara. Dani Speegle endaði í fimmta sætinu á mótinu en var bara tíu stigum frá verðlaunapallinum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir þurfti að hætta keppni á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami um helgina vegna meiðsla á hné. Hún hefur nú staðfest meiðslin sem margir óttuðust um að væri ástæðan fyrir því að hún hélt ekki áfram eftir þriðju greinina. Sara meiddi sig á hné og þurfti að fara í myndatöku í Flórída. Hún var að keppa á sínu öðru stóru móti á innan við mánuði eftir að hafa komið til baka átta mánuðum eftir krossbandsaðferð. Það er að heyra á færslu Söru að hún óttaðist hið versta en það lítur út fyrir að hún eigi enn möguleika á að taka þátt þegar The Open byrjar undir lok næsta mánaðar. „Ég fékk stóran skrekk á Wodapalooza á föstudaginn og af þeim sökum hafa síðustu 72 tímar verið brjálæðislega stressandi,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég þurfti að komast í myndatöku á hnénu og ég þurfti líka á hjálpa að halda frá stórkostlegu fólki á mörgum stöðum í heiminum til að skoða myndirnar og dæma um það í hvaða stöðu ég væri,“ skrifaði Sara. „Til allrar hamingju þá á enn smá möguleika á því að vera með á CrossFit tímabilinu 2022. Ég mun gera allt sem sem ég get til að svo verði,“ skrifaði Sara. Fyrsti hluti undankeppni heimsleikanna í CrossFit hefst 24. febrúar næstkomandi eða eftir aðeins 36 daga. Það mun reyna mikið á Söru á þessum rúma mánuði að ná sér góðri að meiðslunum en um leið halda sér í nógu góðu formi til að tryggja sér farseðil í næstu umferð undankeppninnar. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir stuðningin og vinaleg skilaboð. Ég vil líka þakka Dani Speegle sérstaklega fyrir að koma til mín eftir greinina og segja mér að halda höfðinu hátt,“ skrifaði Sara. Dani Speegle endaði í fimmta sætinu á mótinu en var bara tíu stigum frá verðlaunapallinum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sjá meira