Erlent

Segir ellefu ára dóttur sína ekki mega mæta í skólann nema hún sé bólusett

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Fjölskyldan í New York.
Fjölskyldan í New York. aðsend

Íslendingur sem búsettur er í New York segir að hún megi ekki mæta til vinnu nema sýna fram á að hún sé bólusett. Þessi takmörkun tekur einnig til barna en ellefu ára dóttir hennar fær ekki að mæta í skólann nema bólusett.

Kristín Krantz er búsett í New York ásamt fjölskyldu sinni. Faraldur kórónuveirunnar leikur íbúa þar grátt líkt og annars staðar en hún segir að á degi hverjum greinist um 25 til 30 þúsund smitaðir af Covid-19.

Ellefu ára dóttirin fær ekki að mæta í skólann nema bólusett

Hún segir að nær alls staðar sé bólusetning skilyrði til þess að fá að mæta í skóla og vinnu. En þessi takmörkun tekur líka til barna. 

„Það sem þeir eru að gera núna er að þeir setja kröfu á að fólk verði að vera bólusett. Dóttir mín getur ekki haldið áfram að mæta í danstíma nema að hún sé fullbólusett og hún er ellefu ára. Í skólanum hennar er krafa um bólusetningu, annars fær hún ekki að mæta í skólann. Ég verð að vera bólusett til þess að geta komið inn á skrifstofuna mína. Veitingastaðir krefja mann um bólusetningarvottorð og sumir krefjast þess að maður sé með örvunarskammt.“

Hún segist fegin að hafa látið bólusetja dóttur hennar þar sem ómíkron afbrigðið herji töluvert á börn í New York.

Fréttastofa ræddi við Kristínu í fyrir helgi en þá greindi hún frá því að hafa fengið svínaflensuna og þrjú afbrigði af Covid.19.

Hraðpróf nær ófáanleg

Þá segir hún að erfitt sé að komast að í PCR próf og heimapróf nær ófáanleg.

„Og núna eru allar hillur tómar og það er voðalega erfitt að nálgast þetta. Ég pantaði mér hraðpróf á Amazon á netinu og eitt próf kostaði sextíu dollara og svo er þetta ekki einu sinni það nákvæmt,“ sagði Kristín.


Tengdar fréttir

Jákvæð teikn á lofti í Lundúnum, New York og víðar

Svo virðist sem að hægja sé á smitum sums staðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hin margumrædda kúrfa er að fletjast út í Lundúnum, suðaustur- og austurhluta Englands og hægt hefur á greiningum í norðurhluta landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.