Lífið samstarf

Slöbbum saman: Tökum á móti gleðinni og drífum okkur út

Slöbbum saman
Taktu þátt í heilsuátaki með okkur og þú gætir átt von á glaðningi.
Taktu þátt í heilsuátaki með okkur og þú gætir átt von á glaðningi.

Slöbbum saman er átaksverkefni  ÍSÍ, UMFÍ, Heilsueflandi samfélags og Sýnar til að fá fólk til að hreyfa sig.

Fátt skilar jafn góðum árangri fyrir líkama og sál og hreyfing og létt hreyfing er eitthvað sem við flest getum gert. Við hvetjum því landann til að fara út og labba. Þar sem færðin vinnur ekki alltaf með okkur á þessum árstíma höfum við húmorinn með og ætlum því að labba í slabbi eða  SLABBA saman.

Við viljum fá ALLA landsmenn með okkur í lið til að slabba saman, hvort sem það er að fara út og hoppa í pollum í fimm mínútur, telja ljósastaurana eða sigra himnastigann í Kópavogi. Sigurvegarinn er sá eða sú sem sigrar sjálfan sig og tekur þátt. Nú er um að gera að ræsa vinahópinn, fjölskylduna, saumaklúbbinn, vinnufélagana og Zoom-hópinn út í rokrassgatið, slabba saman og efla líkama og sál.

Hvernig tek ég þátt?

Deildu gleðinni með okkur því þín upplifun er hvatning fyrir aðra.

  • Skráðu þig hér fyrir neðan til að taka þátt eða merktu okkur á mynd með þér úr göngunni á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #slobbumsaman. Þú gætir átt möguleika á skemmtilegum glaðningi. 

Með því að senda inn upplýsingar samþykkir þú að við notum persónuupplýsingar til að skrá þátttöku í þessum leik. Upplýsingar sem þú lætur af hendi verða aðeins notaðar í þeim tilgangi að draga út vinningshafa og þegar því er lokið verður persónuupplýsingunum eytt.

Hvort sem þið hafið verið á fullu eða ekki gert neitt þá er hreyfing grunnurinn að andlegri vellíðan. Hoppaðu í stígvélin, reimaðu á þig skóna, settu hnakkinn á og slabbaðu af stað.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×