Árni Þórður enn sofandi í öndunarvél Jakob Bjarnar skrifar 10. janúar 2022 11:05 Þeir feðgar við tímamót í lífi fjölskyldunnar, við undirritun þegar Árni Þórður keypti sína fyrstu íbúð. Sigurður segir að þó staðan sé að mestu óbreytt sé vonin enn til staðar. Líðan Árna Þórðar sonar Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, sem betur er þekktur sem veðurfréttamaðurinn Siggi stormur, er óbreytt. En faðir hans og fjölskylda heldur í vonina. „Það er ekkert að frétta. Allt við það sama,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Árna Þórði er haldið sofandi í öndunarvél. Vísir greindi frá því síðla í desember að hann væri á sjúkrahúsi vegna alvarlegrar líffærabilunar. Fjölskyldan er þó vongóð. Siggi segir að þegar svona er gerast allar breytingar í hænuskrefum og þá í rétt átt. „Hann er enn í sama ástandi, í lífshættu og allt það en þeir segja doktorarnir að góð von sé ennþá. Einn læknirinn orðaði það svo: við ætlum að ná honum í gegnum þetta. Það var hughreystandi setning þó maður sé meðvitaður um alvarleikann,“ segir Siggi nú. Hann veit ekki hvað veldur því að syni hans er haldið sofandi, það séu fræði sem eru honum framandi. En hann geri ráð fyrir að það hafi eitthvað með verki að gera. „Drengurinn var mjög hraustur, 29 ára gamall þegar þetta kom til en hann verður nokkra stund að ná sér. Þegar hann kemst í gegnum þetta tekur við uppbyggingarfasi sem talinn er í mánuðum.“ Breytt afstaða til lífsins Sigurður segir að ekki þurfi mikið til að gleðja. Hvert örstutt spor í rétta átt telji. En þetta hafi óneitanlega verið erfið jól og áramót. Þau hjónin héldu lágstemmd jól með hinum sonum sínum tveimur en voru ein um áramót. Þau þurfa að halda lítilli kúlu vegna sóttvarna, það er heimsóknarbann en þegar um svo mikil veikindi er um að ræða er leyfð undanþága en þá verði gestir að klæðast sérstökum sóttvarnarbúningi. Landspítalinn í Fossvogi. Árna Þórði er enn haldið sofandi í öndunarvél en þangað var hann fluttur í síðasta mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar.Vísir/Vilhelm „Þetta nagar mann inn að beini. Maður er orkulaus en maður er að reyna að halda fókusi að lágmarksafli, sinna því sem maður getur sinnt. Annað verður að bíða um sinn. Allt sem getur beðið bíður,“ segir Sigurður. Hann segir að þessi lífsreynsla hafi breytt sér. „Maður hugsar lífið uppá nýtt. Maður hefur verið á miklum hraða í gegnum þetta líf, svo er tekið svona harkalega í handbremsuna og þá áttar maður sig á því að krónur og aurar skipta ekki máli heldur fjölskyldan og þeir sem standa manni næst. Maður er breyttur maður. Það er fréttin í þessu. Stundum sagt að öll áföll styrki mann, ég veit ekki hvort það eigi við. Maður rígheldur í vonina. Hann nær sér strákurinn, ég trúi ekki öðru.“ Góðir straumar skipta miklu máli Sigurður kallaði eftir góðum straum frá vinum á Facebook og hann segir að ekki hafi staðið á þeim. Hann finnur vel fyrir góðum hug og þá skipti reynslusögur sem fjölskyldunni hefur borist miklu máli, af fólki sem hefur lent í svipaðri stöðu. „Þessi tími sem hann hefur verið í öndunarvél er ekkert svo langur miðað við marga aðra. Sem hefur svo endað vel. Þær sögur eru draumur. Á hverjum einasta degi eru manni sendar hvatningarkveðjur,“ segir Sigurður. Hann segist afar þakklátur fyrir góða strauma. „Fólk er að stoppa mann úti á götu og endar ætíð á því að segja að hann sé í öllum þeirra bænum. Þetta skiptir allt máli. Lífið er öðru vísi. En maður yrði brjálaður ef maður reyndi ekki að dreifa huganum. Ég er samt eirðarlaus.“ Landspítalinn Hafnarfjörður Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
„Það er ekkert að frétta. Allt við það sama,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Árna Þórði er haldið sofandi í öndunarvél. Vísir greindi frá því síðla í desember að hann væri á sjúkrahúsi vegna alvarlegrar líffærabilunar. Fjölskyldan er þó vongóð. Siggi segir að þegar svona er gerast allar breytingar í hænuskrefum og þá í rétt átt. „Hann er enn í sama ástandi, í lífshættu og allt það en þeir segja doktorarnir að góð von sé ennþá. Einn læknirinn orðaði það svo: við ætlum að ná honum í gegnum þetta. Það var hughreystandi setning þó maður sé meðvitaður um alvarleikann,“ segir Siggi nú. Hann veit ekki hvað veldur því að syni hans er haldið sofandi, það séu fræði sem eru honum framandi. En hann geri ráð fyrir að það hafi eitthvað með verki að gera. „Drengurinn var mjög hraustur, 29 ára gamall þegar þetta kom til en hann verður nokkra stund að ná sér. Þegar hann kemst í gegnum þetta tekur við uppbyggingarfasi sem talinn er í mánuðum.“ Breytt afstaða til lífsins Sigurður segir að ekki þurfi mikið til að gleðja. Hvert örstutt spor í rétta átt telji. En þetta hafi óneitanlega verið erfið jól og áramót. Þau hjónin héldu lágstemmd jól með hinum sonum sínum tveimur en voru ein um áramót. Þau þurfa að halda lítilli kúlu vegna sóttvarna, það er heimsóknarbann en þegar um svo mikil veikindi er um að ræða er leyfð undanþága en þá verði gestir að klæðast sérstökum sóttvarnarbúningi. Landspítalinn í Fossvogi. Árna Þórði er enn haldið sofandi í öndunarvél en þangað var hann fluttur í síðasta mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar.Vísir/Vilhelm „Þetta nagar mann inn að beini. Maður er orkulaus en maður er að reyna að halda fókusi að lágmarksafli, sinna því sem maður getur sinnt. Annað verður að bíða um sinn. Allt sem getur beðið bíður,“ segir Sigurður. Hann segir að þessi lífsreynsla hafi breytt sér. „Maður hugsar lífið uppá nýtt. Maður hefur verið á miklum hraða í gegnum þetta líf, svo er tekið svona harkalega í handbremsuna og þá áttar maður sig á því að krónur og aurar skipta ekki máli heldur fjölskyldan og þeir sem standa manni næst. Maður er breyttur maður. Það er fréttin í þessu. Stundum sagt að öll áföll styrki mann, ég veit ekki hvort það eigi við. Maður rígheldur í vonina. Hann nær sér strákurinn, ég trúi ekki öðru.“ Góðir straumar skipta miklu máli Sigurður kallaði eftir góðum straum frá vinum á Facebook og hann segir að ekki hafi staðið á þeim. Hann finnur vel fyrir góðum hug og þá skipti reynslusögur sem fjölskyldunni hefur borist miklu máli, af fólki sem hefur lent í svipaðri stöðu. „Þessi tími sem hann hefur verið í öndunarvél er ekkert svo langur miðað við marga aðra. Sem hefur svo endað vel. Þær sögur eru draumur. Á hverjum einasta degi eru manni sendar hvatningarkveðjur,“ segir Sigurður. Hann segist afar þakklátur fyrir góða strauma. „Fólk er að stoppa mann úti á götu og endar ætíð á því að segja að hann sé í öllum þeirra bænum. Þetta skiptir allt máli. Lífið er öðru vísi. En maður yrði brjálaður ef maður reyndi ekki að dreifa huganum. Ég er samt eirðarlaus.“
Landspítalinn Hafnarfjörður Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira