Fótbolti

Messi neikvæður og kominn aftur til Parísar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi ætti að hefja æfingar fljótlega aftur með Paris Saint-Germain.
Lionel Messi ætti að hefja æfingar fljótlega aftur með Paris Saint-Germain. EPA-EFE/Christophe Petit Tesson

Lionel Messi er sloppinn úr einangrun í Argentínu og hefur loksins skilað sér aftur til Paris Saint-Germain úr jólafríðinu.

Messi var einn af fjórum leikmönnum Paris Saint-Germain sem skiluðu jákvæðum kórónuveiruprófum á sunnudaginn var en hann var prófaður í Argentínu.

Franska félagið staðfesti það að Messi væri mættur í vinnuna á ný og að hann myndi hefja æfingar á næstu dögum.

Messi smitaðist í jólfríinu sem hann eyddi á æskuslóðum sínum í Rosario í Argentínu.

Messi missti af 4-0 sigri PSG á Vannes í franska bikarnum á mánudaginn en næsti leikur liðsins er á útivelli á móti Lyon á sunnudaginn.

Paris Saint-Germain er efst í frönsku deildinni með þrettán stigum meira en næsta lið.

Messi hefur skorað 6 mörk í 16 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með PSG en aðeins eitt markanna hefur komið í fimm deildarleikjum því hann er með fimm mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.