Íhuga að létta sóttkví fólks með örvunarskammt Eiður Þór Árnason skrifar 5. janúar 2022 11:19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að faraldurinn sé enn í töluverðum vexti og brátt muni nást gott samfélagslegt ónæmi. Vísir/Vilhelm Til skoðunar er hvort hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum einstaklingum í ljósi þess mikla fjölda sem er nú sendur í sóttkví á hverjum degi. Verða þær fyrirætlanir kynntar nánar á næstu dögum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Hann segist enn vera sannfærður um að á næstu vikum eða mánuðum muni takast að skapa hér það mikið samfélagslegt ónæmi að smitum fari að fækka verulega og fólk geti snúið til eðlilegra lífs. Þó sé erfitt að segja til um á þessari stundu hvort það muni marka endalok Covid-faraldursins. Þórólfur sagði enn óljóst hvenær toppnum yrði náð og áfram sé hætta á frekari innlögnum á sjúkrahús sem hafi færst í aukanna. Sóttvarnalæknir telur að breyting á sóttkví þríbólusettra geti markað upphafið að ýmsum tilslökunum. Með þessu megi meðal annars koma til móts við atvinnulífið sem hafi fundið mikið fyrir áhrifum faraldursins. Þórólfur sagði að þetta ætti eftir að koma betur í ljós en takmörkunum yrði frekar aflétt í hægum skrefum en öllum á einum tímapunkti. Allir á gjörgæslu með delta Þórólfur sagði að útbreiðsla faraldursins hér á landi sé áfram í töluverðum vexti líkt og víða erlendis. Að minnsta kosti 90% þeirra sem greinast nú eru með ómíkron afbrigðið en áfram greinast á milli 100 til 150 einstaklingar með delta-afbrigðið á degi hverjum. Frá 15. desember hefur ómíkron greinst hjá um 40% þeirra sem hafa lagst inn á spítala. Allir sem eru nú á gjörgæslu eru með delta afbrigði veirunnar og nær allir eru óbólusettir. Karlmaðurinn á sjötugsaldri sem lést af völdum Covid-19 í gær var ekki bólusettur. Rúmlega 160 þúsund manns hafa fengið örvunarskammt.Vísir/Vilhelm Alvarlegar afleiðingar af völdum ómíkron afbrigðisins virðast vera um 30 til 50 prósent ólíklegri en af völdum delta, samkvæmt erlendum rannsóknum. Að sögn Þórólfs virðist þetta ríma við þróunina hér á landi. Ómíkron virðist hér vera algengast hjá yngri fullorðnum einstaklingum en delta hjá börnum. Þórólfur hvetur fólk áfram til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammt þar sem ljóst sé að bólusetning verndi betur gegn smiti af völdum delta en ómíkron. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49 Andlát vegna Covid-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær. 5. janúar 2022 10:17 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Hann segist enn vera sannfærður um að á næstu vikum eða mánuðum muni takast að skapa hér það mikið samfélagslegt ónæmi að smitum fari að fækka verulega og fólk geti snúið til eðlilegra lífs. Þó sé erfitt að segja til um á þessari stundu hvort það muni marka endalok Covid-faraldursins. Þórólfur sagði enn óljóst hvenær toppnum yrði náð og áfram sé hætta á frekari innlögnum á sjúkrahús sem hafi færst í aukanna. Sóttvarnalæknir telur að breyting á sóttkví þríbólusettra geti markað upphafið að ýmsum tilslökunum. Með þessu megi meðal annars koma til móts við atvinnulífið sem hafi fundið mikið fyrir áhrifum faraldursins. Þórólfur sagði að þetta ætti eftir að koma betur í ljós en takmörkunum yrði frekar aflétt í hægum skrefum en öllum á einum tímapunkti. Allir á gjörgæslu með delta Þórólfur sagði að útbreiðsla faraldursins hér á landi sé áfram í töluverðum vexti líkt og víða erlendis. Að minnsta kosti 90% þeirra sem greinast nú eru með ómíkron afbrigðið en áfram greinast á milli 100 til 150 einstaklingar með delta-afbrigðið á degi hverjum. Frá 15. desember hefur ómíkron greinst hjá um 40% þeirra sem hafa lagst inn á spítala. Allir sem eru nú á gjörgæslu eru með delta afbrigði veirunnar og nær allir eru óbólusettir. Karlmaðurinn á sjötugsaldri sem lést af völdum Covid-19 í gær var ekki bólusettur. Rúmlega 160 þúsund manns hafa fengið örvunarskammt.Vísir/Vilhelm Alvarlegar afleiðingar af völdum ómíkron afbrigðisins virðast vera um 30 til 50 prósent ólíklegri en af völdum delta, samkvæmt erlendum rannsóknum. Að sögn Þórólfs virðist þetta ríma við þróunina hér á landi. Ómíkron virðist hér vera algengast hjá yngri fullorðnum einstaklingum en delta hjá börnum. Þórólfur hvetur fólk áfram til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammt þar sem ljóst sé að bólusetning verndi betur gegn smiti af völdum delta en ómíkron. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49 Andlát vegna Covid-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær. 5. janúar 2022 10:17 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
1.074 greindust innanlands í gær 1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent. 5. janúar 2022 10:49
Andlát vegna Covid-19 Karlmaður á sjötugsaldri lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær. 5. janúar 2022 10:17