Segir ósanngjarnt ef Fallon Sherrock fær sæti í úrvalsdeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2022 14:01 Fallon Sherrock tapaði fyrir reynsluboltanum Steve Beaton, 3-2, í 1. umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. getty/Tom Dulat Skiptar skoðanir eru á því hvort Fallon Sherrock eigi að fá keppnisrétt í úrvalsdeildinni í pílukasti. Sherrock hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á mótum og komst meðal annars í 3. umferð á HM 2020. Þar varð hún fyrsta konan til að vinna leik á HM. Hún komst einnig í átta manna úrslit á Grand Slam of Darts síðasta haust. Þá er Sherrock gríðarlega vinsæl og líklega einn vinsælasti pílukastari heims. Hún tapaði hins vegar í 1. umferð á nýafstöðnu heimsmeistaramóti og ekki eru allir sáttir með að hún fái sæti í úrvalsdeildinni þar sem tíu af bestu kepppendum heims leiða saman hesta sína. Ekki hefur enn verið tilkynnt hverjir munu keppa í úrvalsdeildinni en talið er að forsvarsmenn hennar bíði eftir því hvort Sherrock muni tryggja sér sæti á PDC mótaröðinni. John Part, þrefaldur heimsmeistari og einn sérfræðinga Sky Sports um pílukast, er mótfallinn því að Sherrock fái sæti í úrvalsdeildinni. „Með núgildandi fyrirkomulagi er erfitt að velja hana. Hún er sannarlega fær um að spila. En ef ég væri hún eða einhver tengdur henni myndi ég sennilega ekki vilja að hún færi í úrvalsdeildinni. Ég þekki það af eigin reynslu hversu erfitt þetta er. Þetta hefur ekki góð áhrif á sjálfstraust viðkomandi. Við höfum séð það hjá leikmönnum á borð við Kim Huybrechts, Mark Webster og Michael Smith,“ sagði Part. Hann er sannfærður um að það myndi auka áhuga á úrvalsdeildinni að bjóða Sherrock sæti í henni en ókostirnir séu líka til staðar og vegi sennilega þyngra. „Það yrði að mörgu leyti gott að hafa hana þarna en ég held að það væri ekki gott fyrir hana og er ekki viss um að það væri sanngjarnt fyrir aðra. Þú getur ekki gert þetta á kostnað einhvers sem á það fullkomlega skilið án þess að spyrja hvort þetta hafi eitthvað með athygli á mótinu að gera. Og það þarf ekki endilega að vera jákvæð athygli,“ sagði Part um Sherrock sem er í 90. sæti heimslistans. Pílukast Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira
Sherrock hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á mótum og komst meðal annars í 3. umferð á HM 2020. Þar varð hún fyrsta konan til að vinna leik á HM. Hún komst einnig í átta manna úrslit á Grand Slam of Darts síðasta haust. Þá er Sherrock gríðarlega vinsæl og líklega einn vinsælasti pílukastari heims. Hún tapaði hins vegar í 1. umferð á nýafstöðnu heimsmeistaramóti og ekki eru allir sáttir með að hún fái sæti í úrvalsdeildinni þar sem tíu af bestu kepppendum heims leiða saman hesta sína. Ekki hefur enn verið tilkynnt hverjir munu keppa í úrvalsdeildinni en talið er að forsvarsmenn hennar bíði eftir því hvort Sherrock muni tryggja sér sæti á PDC mótaröðinni. John Part, þrefaldur heimsmeistari og einn sérfræðinga Sky Sports um pílukast, er mótfallinn því að Sherrock fái sæti í úrvalsdeildinni. „Með núgildandi fyrirkomulagi er erfitt að velja hana. Hún er sannarlega fær um að spila. En ef ég væri hún eða einhver tengdur henni myndi ég sennilega ekki vilja að hún færi í úrvalsdeildinni. Ég þekki það af eigin reynslu hversu erfitt þetta er. Þetta hefur ekki góð áhrif á sjálfstraust viðkomandi. Við höfum séð það hjá leikmönnum á borð við Kim Huybrechts, Mark Webster og Michael Smith,“ sagði Part. Hann er sannfærður um að það myndi auka áhuga á úrvalsdeildinni að bjóða Sherrock sæti í henni en ókostirnir séu líka til staðar og vegi sennilega þyngra. „Það yrði að mörgu leyti gott að hafa hana þarna en ég held að það væri ekki gott fyrir hana og er ekki viss um að það væri sanngjarnt fyrir aðra. Þú getur ekki gert þetta á kostnað einhvers sem á það fullkomlega skilið án þess að spyrja hvort þetta hafi eitthvað með athygli á mótinu að gera. Og það þarf ekki endilega að vera jákvæð athygli,“ sagði Part um Sherrock sem er í 90. sæti heimslistans.
Pílukast Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira