Hápunktar HM í pílukasti: Soutar, Rydz, níu pílurnar hjá Borland og epískur leikur Smiths og Claytons Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2022 10:00 Heimsmeistaramótið í pílukasti olli engum vonbrigðum. vísir/getty Heimsmeistaramótinu í pílukasti lauk í gær. Vísir fékk einn helsta pílusérfræðing landsins til að velja hápunkta mótsins. Peter Wright sigraði Michael Smith, 7-5, í úrslitaleik HM í gær og vann þar með sinn annan heimsmeistaratitil á síðustu þremur árum. Í tilefni af því að heimsmeistaramótinu er lokið fékk Vísir pílusérfræðinginn Guðna Þ. Guðjónsson til að velja hápunkta mótsins. Hvað kom mest á óvart? „Þrír níu pílna leikir. Það er ótrúlegt. Svo myndi ég segja framganga Alan Soutar á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hann vann fyrstu þrjá leikina sína, alla í oddasetti. Í öðrum leiknum gegn Mensur Suljovic var hann 2-0 undir í settum og leggjum en vann leikinn með því að taka út 144. Svo vann hann Jose de Sousa, sem er sjöundi á heimslistanum, með því að taka út 136 í oddasetti. Hann náði sér í þátttökurétt á PDC mótaröðina í fyrra og er búinn að vera mjög góður á henni. Svo verður að minnast á mann mótsins, Callan Rydz. Hann tapaði ekki setti fyrr en gegn Soutar í fjórða leiknum sínum.“ Hvað var augnablik mótsins? „Níu pílna leikurinn hjá Willie Borland til að vinna Bradley Brooks. Þetta var í oddalegg í oddasetti og hann vann með níu pílna leik.“ Hver var besti leikur mótsins? „Það eru þrír sem koma til greina og heimsmeistarinn Peter Wright tók þátt í tveimur þeirra. Annars vegar gegn Rydz og hins vegar gegn Gary Anderson. Svo er það Michael Smith gegn Jonny Clayton og ef ég ætti að velja einn myndi ég velja hann. Það var svo mikil dramatík.“ Hver voru vonbrigði mótsins? „Það sem var leiðinlegt við mótið var að þrír þurftu að draga sig úr keppni vegna kórónuveirunnar, þar á meðal Michael van Gerwen sem spilaði bara einn leik. Ég hefði alveg séð hann leika til úrslita.“ Pílukast Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ Sjá meira
Peter Wright sigraði Michael Smith, 7-5, í úrslitaleik HM í gær og vann þar með sinn annan heimsmeistaratitil á síðustu þremur árum. Í tilefni af því að heimsmeistaramótinu er lokið fékk Vísir pílusérfræðinginn Guðna Þ. Guðjónsson til að velja hápunkta mótsins. Hvað kom mest á óvart? „Þrír níu pílna leikir. Það er ótrúlegt. Svo myndi ég segja framganga Alan Soutar á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hann vann fyrstu þrjá leikina sína, alla í oddasetti. Í öðrum leiknum gegn Mensur Suljovic var hann 2-0 undir í settum og leggjum en vann leikinn með því að taka út 144. Svo vann hann Jose de Sousa, sem er sjöundi á heimslistanum, með því að taka út 136 í oddasetti. Hann náði sér í þátttökurétt á PDC mótaröðina í fyrra og er búinn að vera mjög góður á henni. Svo verður að minnast á mann mótsins, Callan Rydz. Hann tapaði ekki setti fyrr en gegn Soutar í fjórða leiknum sínum.“ Hvað var augnablik mótsins? „Níu pílna leikurinn hjá Willie Borland til að vinna Bradley Brooks. Þetta var í oddalegg í oddasetti og hann vann með níu pílna leik.“ Hver var besti leikur mótsins? „Það eru þrír sem koma til greina og heimsmeistarinn Peter Wright tók þátt í tveimur þeirra. Annars vegar gegn Rydz og hins vegar gegn Gary Anderson. Svo er það Michael Smith gegn Jonny Clayton og ef ég ætti að velja einn myndi ég velja hann. Það var svo mikil dramatík.“ Hver voru vonbrigði mótsins? „Það sem var leiðinlegt við mótið var að þrír þurftu að draga sig úr keppni vegna kórónuveirunnar, þar á meðal Michael van Gerwen sem spilaði bara einn leik. Ég hefði alveg séð hann leika til úrslita.“
Pílukast Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ Sjá meira