Mætir aftur í Ally Pally eftir maraþonvaktir með slökkviliðinu um jólin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2021 11:30 Alan Soutar hefur slegið í gegn á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í pílukasti. getty/Luke Walker Nokkrum klukkutímum eftir að hafa slegið Mensur Suljovic út á heimsmeistaramótinu í pílukasti var Alan Soutar mættur í hina vinnuna sína, hjá slökkviliðinu. Hinn skoski Soutar hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hann sigraði Brasilíumanninn Diego Portela, 3-2, í 1. umferð og í 2. umferð vann hann óvæntan sigur á Austurríkismanninum Mensur Suljovic á Þorláksmessu. Soutar tapaði fyrstu tveimur settunum en gafst ekki upp og vann leikinn, 3-2. Hann tryggði sér sigurinn með eftirminnilegri 144 úttekt. ! Alan Soutar produces the most magnificent of match winning finishes, pinning D12 for a huge 144 checkout and he defeats Mensur Suljovic in a tie-breaker!Soots survived EIGHT match darts and he's into Round Three!#WHDarts pic.twitter.com/YAfQznfGFo— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Soutar gat ekki fagnað sigrinum lengi því hann þurfti að mæta í vinnuna. Og hann tók engar smá vaktir. Á aðfangadag vann hann fjórtán klukkutíma og sextán klukkutíma á jóladag. Back to the real world @Big5SportsMana1 @MissionDarts @jambodean pic.twitter.com/kQFnB3ZFIs— Alan Soutar (@soots180) December 24, 2021 Soutar, sem er 43 ára, hefur starfað sem slökkviliðsmaður í sautján ár. Meðfram því finnur hann tíma til að keppa í pílukasti. Og ef það er ekki nóg þá þjálfa Soutar og eiginkona hans blindrahunda. „Þetta snýst bara um að finna jafnvægi þarna á milli. Ef ég þarf meira frí erum við með marga sem geta hlaupið í skarðið á stöðinni og skipt við mig,“ sagði Soutar við Sky Sports. „Ég reyni að halda báðum boltunum á lofti. En það að ég sé kominn í 3. umferð á HM gæti breytt lífi mínu til frambúðar.“ Hann á að mæta aftur til vinnu á morgun. Það gæti þó tafist eitthvað ef Soutar vinnur Portúgalann José De Sousa í fyrsta leik dagsins á HM. Líkurnar eru ekki með Soutar í liði en De Sousa er í 7. sæti heimslistans. En Skotinn hefur áður komið á óvart á HM og mætir fullur sjálfstrausts til leiks. „Jose er númer sjö á heimslistanum svo þetta verður erfitt verkefni fyrir mig. En ég er kominn upp í 54. sætið og það er ekkert sem stoppar mig í því að koma aftur á óvart. Ekkert,“ sagði Soutar. Viðureign hans og De Sousas hefst klukkan 12:40. Sýnt er frá heimsmeistaramótinu í pílukasti á Stöð 2 Sport 3. Pílukast Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Hinn skoski Soutar hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hann sigraði Brasilíumanninn Diego Portela, 3-2, í 1. umferð og í 2. umferð vann hann óvæntan sigur á Austurríkismanninum Mensur Suljovic á Þorláksmessu. Soutar tapaði fyrstu tveimur settunum en gafst ekki upp og vann leikinn, 3-2. Hann tryggði sér sigurinn með eftirminnilegri 144 úttekt. ! Alan Soutar produces the most magnificent of match winning finishes, pinning D12 for a huge 144 checkout and he defeats Mensur Suljovic in a tie-breaker!Soots survived EIGHT match darts and he's into Round Three!#WHDarts pic.twitter.com/YAfQznfGFo— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2021 Soutar gat ekki fagnað sigrinum lengi því hann þurfti að mæta í vinnuna. Og hann tók engar smá vaktir. Á aðfangadag vann hann fjórtán klukkutíma og sextán klukkutíma á jóladag. Back to the real world @Big5SportsMana1 @MissionDarts @jambodean pic.twitter.com/kQFnB3ZFIs— Alan Soutar (@soots180) December 24, 2021 Soutar, sem er 43 ára, hefur starfað sem slökkviliðsmaður í sautján ár. Meðfram því finnur hann tíma til að keppa í pílukasti. Og ef það er ekki nóg þá þjálfa Soutar og eiginkona hans blindrahunda. „Þetta snýst bara um að finna jafnvægi þarna á milli. Ef ég þarf meira frí erum við með marga sem geta hlaupið í skarðið á stöðinni og skipt við mig,“ sagði Soutar við Sky Sports. „Ég reyni að halda báðum boltunum á lofti. En það að ég sé kominn í 3. umferð á HM gæti breytt lífi mínu til frambúðar.“ Hann á að mæta aftur til vinnu á morgun. Það gæti þó tafist eitthvað ef Soutar vinnur Portúgalann José De Sousa í fyrsta leik dagsins á HM. Líkurnar eru ekki með Soutar í liði en De Sousa er í 7. sæti heimslistans. En Skotinn hefur áður komið á óvart á HM og mætir fullur sjálfstrausts til leiks. „Jose er númer sjö á heimslistanum svo þetta verður erfitt verkefni fyrir mig. En ég er kominn upp í 54. sætið og það er ekkert sem stoppar mig í því að koma aftur á óvart. Ekkert,“ sagði Soutar. Viðureign hans og De Sousas hefst klukkan 12:40. Sýnt er frá heimsmeistaramótinu í pílukasti á Stöð 2 Sport 3.
Pílukast Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira