Heimsmeistararnir frá 2018 og 2020 komir í 16-manna úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2021 22:39 Peter Wright mætir Ryan Searle í 16-manna úrslitum eftir sigur kvöldsins. Luke Walker/Getty Images Rob Cross og Peter Wright tryggðu sér báðir sæti í 16-manna úrslitum HM í pílu í kvöld. Cross þurfti öll sjö settin til að tryggja sér sigur, en Wright hrökk í gang og tók öll völd eftir að hafa tapað fyrstu tveim. Rob Cross, sem varð heimsmeistari árið 2018 og situr í 11. sæti heimslistans, mætti Daryl Gurney, sem situr í 22. sæti. Cross byrjaði betur og vann fyrsta settið 3-2, og niðurstaðan varð sú sama í öðru setti. Gurney ákvað að taka þátt í þemanu og vann þriðja settið 3-2, áður en Cross kom sér aftur í tveggja setta forystu með sigri í fjórða setti sem fór einmitt 3-2. Cross þurfti því aðeins að vinna eitt sett í viðbót til að tryggja sér sæti í 16-manna úrslitum, en Gurney hafði ekki sagt sitt síðasta og vann næstu tvö sett. Því þurfti sjöunda settið til að útkljá viðureignina þar sem að Cross hafði betur og er því kominn í 16-manna úrslit þar sem hann mætir annað hvort Gary Anderson eða Ian White. 𝗖𝗿𝗼𝘀𝘀 𝗱𝗶𝗴𝘀 𝗱𝗲𝗲𝗽 𝘁𝗼 𝘄𝗶𝗻 𝗮 𝗰𝗹𝗮𝘀𝘀𝗶𝗰!That was a truly incredible game as Rob Cross beats Daryl Gurney 4-3 to reach the Fourth Round. A 170 to win it, in a game in which he hit five ton-plus checkouts and landed 13x 180s. What a match!#WHDarts pic.twitter.com/0XkuQAbcPj— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2021 Í seinni viðureign kvöldsins mættust þeir Peter Wright, heimsmeistarinn frá 2020 og sá næst besti í heiminum samkvæmt heimslista PDC, og Ástralinn Damon Heta sem situr í 31. sæti heimslistans. Heta fór vel af stað og vann fyrstu tvö settin, 3-1 og 3-2. Þá vaknaði Peter Wright til lífsins og gjörsamlega keyrði yfir andstæðing sinn. Wright vann næstu fjögur sett 3-2, 3-1, 3-0 og 3-0 og tryggði sér þar með sæti í 16-manna úrslitum þar sem hann mætir þungarokkaranum sem sér illa, Ryan Searle. Michael van Gerwen og Chris Dobey áttu að mætast í lokaviðureign kvöldins, en sá fyrrnefndi greindist með Covid-19 í dag og þurfti því að draga sig úr leik. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Rob Cross, sem varð heimsmeistari árið 2018 og situr í 11. sæti heimslistans, mætti Daryl Gurney, sem situr í 22. sæti. Cross byrjaði betur og vann fyrsta settið 3-2, og niðurstaðan varð sú sama í öðru setti. Gurney ákvað að taka þátt í þemanu og vann þriðja settið 3-2, áður en Cross kom sér aftur í tveggja setta forystu með sigri í fjórða setti sem fór einmitt 3-2. Cross þurfti því aðeins að vinna eitt sett í viðbót til að tryggja sér sæti í 16-manna úrslitum, en Gurney hafði ekki sagt sitt síðasta og vann næstu tvö sett. Því þurfti sjöunda settið til að útkljá viðureignina þar sem að Cross hafði betur og er því kominn í 16-manna úrslit þar sem hann mætir annað hvort Gary Anderson eða Ian White. 𝗖𝗿𝗼𝘀𝘀 𝗱𝗶𝗴𝘀 𝗱𝗲𝗲𝗽 𝘁𝗼 𝘄𝗶𝗻 𝗮 𝗰𝗹𝗮𝘀𝘀𝗶𝗰!That was a truly incredible game as Rob Cross beats Daryl Gurney 4-3 to reach the Fourth Round. A 170 to win it, in a game in which he hit five ton-plus checkouts and landed 13x 180s. What a match!#WHDarts pic.twitter.com/0XkuQAbcPj— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2021 Í seinni viðureign kvöldsins mættust þeir Peter Wright, heimsmeistarinn frá 2020 og sá næst besti í heiminum samkvæmt heimslista PDC, og Ástralinn Damon Heta sem situr í 31. sæti heimslistans. Heta fór vel af stað og vann fyrstu tvö settin, 3-1 og 3-2. Þá vaknaði Peter Wright til lífsins og gjörsamlega keyrði yfir andstæðing sinn. Wright vann næstu fjögur sett 3-2, 3-1, 3-0 og 3-0 og tryggði sér þar með sæti í 16-manna úrslitum þar sem hann mætir þungarokkaranum sem sér illa, Ryan Searle. Michael van Gerwen og Chris Dobey áttu að mætast í lokaviðureign kvöldins, en sá fyrrnefndi greindist með Covid-19 í dag og þurfti því að draga sig úr leik. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira