Innlent

Í kringum þrjú hundruð greindust smitaðir í gær

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Thor Aspelund er prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands sem hefur unnið að spálíkönum í faraldrinum.
Thor Aspelund er prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands sem hefur unnið að spálíkönum í faraldrinum. Vísir/Arnar

Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands segir um 300 manns hafa greinst smitaðir af Covid-19 í gær. Hann segir tvöföldunartíma ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar nálægt því að vera tveir til þrír dagar sem sé það mesta sem sést hafi í faraldrinum.

Þetta kemur fram í færslu Thors á Facebook í morgun. Þar segir hann vaxtarhraðann í faraldrinum afar mikinn og ekki þorandi að spá hvenær viðsnúningi verði náð.

„Til þess að þarf að sjá framganginn í þessum nýja COVID veruleika í 2-3 vikur,“ segir Thor.

Már Kristjánsson yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segir að 325 hafi bæst við á Covid-göngudeildina í gær. Alls voru 1807 á göngudeildinni í fyrradag og í gær voru þeir 2035.

Á hverjum degi útskrifast sömuleiðis fólk af göngudeildinni en allir sem greinast smitaðir eru skráðir á Covid-göngudeildina.

Covid.is hefur ekki verið uppfærð það sem af er degi. Ríkisstjórnin er sem stendur á fundi í Ráðherrabústaðnum þar sem heilbrigðisráðherra kynnir nýja reglugerð.

Uppfært klukkan 11:02

286 greindust smitaðir innanlands með Covid-19 í gær. Þá greindust 27 á landamærum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×