Sport

Mikilvægt að vera á toppnum þrátt fyrir að það sé desember

Andri Már Eggertsson skrifar
Sigursteinn Arndal var ánægður með sigur kvöldsins
Sigursteinn Arndal var ánægður með sigur kvöldsins Vísir/Hulda Margrét

FH vann Gróttu í spennuleik. Gestirnir frá Hafnarfirði voru sterkari á endasprettinum þar sem þeir gerðu fimm mörk gegn einu. Sigursteinn Arndal var ánægður með sigur kvöldsins.

„Okkur finnst mikilvægt að vera í toppsætinu þegar deildin fer í tæplega átta vikna hlé. Við gerum okkur grein fyrir að það er desember en okkur hefur verið að ganga vel og erum við sáttir með þann stað sem við erum á í augnablikinu,“ sagði Sigursteinn Arndal ánægður eftir leik.

Staðan var jöfn þegar átta mínútur voru til leiksloka en þá tók FH yfir leikinn sem skilaði sér í sigri. 

„Ég var ánægður með vörnina hjá okkur. Þetta var erfiður leikur, það gekk á ýmsu í þessum leik og er ég ánægður með að við létum það ekki trufla okkur.“

„Grótta er gott lið og það lenda mörg lið í basli þegar þau mæta á Seltjarnarnes og spila við Gróttu.“

Sigursteinn var ánægður með hugarfar liðsins og fannst honum vilji liðsins til þess að vinna endurspeglast út á gólfinu í leiknum.

„Á lokakaflanum skein trú og vilji til þess að vinna í okkar liði sem skilaði sér á endasprettinum,“ sagði Sigursteinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×