Á tónleikunum spilar með þeim hljómsveitin Albatross. Hljómsveitina skipa Halldór Gunnar Pálsson á gítar, Halldór Smárason á hljómborð, Valdimar Olgeirsson á bassa og Óskar Þormarsson á trommur og slagverk.
Tónleikarnir verða fluttir á Bylgjunni og sýndir samhliða því á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. Um er að ræða sjöundu og síðustu tónleikana í tónleikaröðinni, sem hefur fengið virkilega góðar viðtökur hlustanda og áhorfanda síðustu vikur.
Fyrstu sex tónleikanana má finna HÉR á Vísi.
Tónleikarnir eru teknir upp á Barion Bryggjan og eru sannkallað gull í eyru og augnakonfekt. Sigga og Sveirrir stíga á svið klukkan 20 og verður þá hægt að horfa á tónleikana í spilaranum hér fyrir neðan.