Innlent

Mikið tjón í vatnsleka í Ráðhúsi Akureyrar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vatnstjón í Ráðhúsi Akureyrar.
Vatnstjón í Ráðhúsi Akureyrar. vísir/tryggvi páll

Allt tiltækt lið Slökkviliðs Akureyrar var kallað út í morgun vegna vatnsleka í ráðhúsi bæjarins. Samkvæmt heimildum fréttastofu sprakk lögn í eldhúsi á fjórðu og efstu hæð hússins. 

Varðstjóri hjá Slökkviliðinu sagði í samtali við Vísi að lekinn væri talsverður og útlit fyrir nokkuð tjón. Slökkviliðsmenn hefðu byrjað störf sín á efstu hæð og væru að vinna sig niður.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, segir krana í eldhúsi á fjórðu hæð hafa sprungið og mikið kalt vatn hafi lekið milli hæða. Tjónið væri mikið.

Nokkurra sentimetra vatnslag hafi verið á fjórðu hæðinni þegar menn mættu til vinnu í morgun og hafi lekið niður í stigahúsið og lyftuhúsið.

Frá fjórðu hæð Ráðhússins þar sem vatnstjón varð í nótt.Ragnar Hólm

Rafmagnslaust er á efstu hæð hússins og er unnið að hreinsun.

Fréttin hefur verið uppfærð.   

Vatnslekinn er á efstu hæð hússins, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar.Vísir/Tryggvi Páll



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×