Hundrað handteknir eftir að æstur múgur barði mann til bana og brenndi Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2021 12:06 Eftir að Diyawadanda var barinn til bana var lík hans brennt út á götu. AP/Shahid Akram Búið er að handtaka rúmlega hundrað manns í Pakistan eftir að maður frá Sri Lanka sem hafði verið sakaður um guðlast var myrtur af æstum múg. Forsætisráðherra Pakistans heitir því að fólkinu verði refsað. Priyantha Diyawadana (48) var yfirmaður í verksmiðju í borginni Sialkot. Hann var nýverið sakaður um guðlast með því að vanvirða plaköt sem nafn Múhameðs spámanns hafði verið skrifað á. Síðasta föstudag fór hundraða manna múgur að verksmiðjunni og dró Diyawadana þar út. Múgurinn barði Diyawadana til dauða á meðan teknar voru myndir og myndbönd af morðinu. Fólk tók einnig myndir af sér með líki Diyawadana áður en það var brennt út á götu, samkvæmt frétt BBC. Einn samstarfsmaður hans reyndi að koma honum til bjargar og reyndi að útskýra fólki að hann hefði ekki vanvirt spámanninn heldur hefði hann tekið niður nokkur plaköt fyrir þrif á veggjum sem þau höfðu verið hengd upp á. Priyantha Diyawadana var 48 ára gamall.AP/Shahid Ikram Það virkaði þó ekki. Samkvæmt Times of India leiddi krufning í ljós að nánast öll bein Diyawadana voru brotin og var hann sagður hafa dáið vegna áverka á höfði og andliti. Þá segir að hann hafi borið sár víðsvegar um líkamanna og að mæna hans hafi verið brotin á þremur stöðum. Ódæðið hefur vakið mikla reiði víða um Pakistan og víðar. Imran Khan, forsætisráðherra landsins, sagðist um helgina hafa rætt við Gotabaya Rajapaksa, forseta Sri Lanka, og sagt honum að rúmlega hundrað manns hefðu verið handteknir og þeim yrði refsað. Þá sagði hann frá því að Malik Adnan, samstarfsmaður Diyawadana sem reyndi að koma honum til bjargar, væri hetja og yrði heiðraður. On behalf of the nation I want to salute moral courage & bravery of Malik Adnan who tried his utmost to shelter & save Priyantha Diyawadana from the vigilante mob in Sialkot incl endangering his own life by physically trying to shield victim. We will award him Tamgha i Shujaat— Imran Khan (@ImranKhanPTI) December 5, 2021 Til stendur að flytja lík Diyawadanda til Sri Lanka í dag en kona hans og tvö börn búa þar. Eins og bent er á í frétt Sky News er guðlast bannað samkvæmt lögum Pakistans og er hægt að dæma fólk til dauða fyrir guðlast. Pakistanskir íslamistar hafa lengi barist af hörku gegn því að lögum verði breytt. Mannréttindasamtök hafa lengi kvartað yfir því að fólk sem tilheyrir minnihlutahópum er iðulega sakað um guðlast í Pakistan. Pakistan Tengdar fréttir Átta ára drengur í lífshættu eftir að hafa verið ákærður fyrir guðlast Átta ára drengur er nú undir öryggiseftirliti lögreglu í Pakistan, eftir að hafa verið handtekinn fyrir að pissa á mottu í íslömskum skóla. Drengurinn, hvers fjölskylda er hindúatrúar, er yngsta manneskjan í sögu landsins til að vera ákærð fyrir guðlast. 9. ágúst 2021 08:51 Hæstiréttur Pakistan stendur við sýknun Asia Bibi Bibi, sem er kristin, varði átta árum í fangelsi áður en Hæstiréttur feldi dóminn niður í október síðastliðnum. 29. janúar 2019 11:30 Guðlast í Pakistan: Eiginmaður Bibi biður vestræna leiðtoga um hjálp Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. 5. nóvember 2018 11:23 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Sjá meira
Priyantha Diyawadana (48) var yfirmaður í verksmiðju í borginni Sialkot. Hann var nýverið sakaður um guðlast með því að vanvirða plaköt sem nafn Múhameðs spámanns hafði verið skrifað á. Síðasta föstudag fór hundraða manna múgur að verksmiðjunni og dró Diyawadana þar út. Múgurinn barði Diyawadana til dauða á meðan teknar voru myndir og myndbönd af morðinu. Fólk tók einnig myndir af sér með líki Diyawadana áður en það var brennt út á götu, samkvæmt frétt BBC. Einn samstarfsmaður hans reyndi að koma honum til bjargar og reyndi að útskýra fólki að hann hefði ekki vanvirt spámanninn heldur hefði hann tekið niður nokkur plaköt fyrir þrif á veggjum sem þau höfðu verið hengd upp á. Priyantha Diyawadana var 48 ára gamall.AP/Shahid Ikram Það virkaði þó ekki. Samkvæmt Times of India leiddi krufning í ljós að nánast öll bein Diyawadana voru brotin og var hann sagður hafa dáið vegna áverka á höfði og andliti. Þá segir að hann hafi borið sár víðsvegar um líkamanna og að mæna hans hafi verið brotin á þremur stöðum. Ódæðið hefur vakið mikla reiði víða um Pakistan og víðar. Imran Khan, forsætisráðherra landsins, sagðist um helgina hafa rætt við Gotabaya Rajapaksa, forseta Sri Lanka, og sagt honum að rúmlega hundrað manns hefðu verið handteknir og þeim yrði refsað. Þá sagði hann frá því að Malik Adnan, samstarfsmaður Diyawadana sem reyndi að koma honum til bjargar, væri hetja og yrði heiðraður. On behalf of the nation I want to salute moral courage & bravery of Malik Adnan who tried his utmost to shelter & save Priyantha Diyawadana from the vigilante mob in Sialkot incl endangering his own life by physically trying to shield victim. We will award him Tamgha i Shujaat— Imran Khan (@ImranKhanPTI) December 5, 2021 Til stendur að flytja lík Diyawadanda til Sri Lanka í dag en kona hans og tvö börn búa þar. Eins og bent er á í frétt Sky News er guðlast bannað samkvæmt lögum Pakistans og er hægt að dæma fólk til dauða fyrir guðlast. Pakistanskir íslamistar hafa lengi barist af hörku gegn því að lögum verði breytt. Mannréttindasamtök hafa lengi kvartað yfir því að fólk sem tilheyrir minnihlutahópum er iðulega sakað um guðlast í Pakistan.
Pakistan Tengdar fréttir Átta ára drengur í lífshættu eftir að hafa verið ákærður fyrir guðlast Átta ára drengur er nú undir öryggiseftirliti lögreglu í Pakistan, eftir að hafa verið handtekinn fyrir að pissa á mottu í íslömskum skóla. Drengurinn, hvers fjölskylda er hindúatrúar, er yngsta manneskjan í sögu landsins til að vera ákærð fyrir guðlast. 9. ágúst 2021 08:51 Hæstiréttur Pakistan stendur við sýknun Asia Bibi Bibi, sem er kristin, varði átta árum í fangelsi áður en Hæstiréttur feldi dóminn niður í október síðastliðnum. 29. janúar 2019 11:30 Guðlast í Pakistan: Eiginmaður Bibi biður vestræna leiðtoga um hjálp Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. 5. nóvember 2018 11:23 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Sjá meira
Átta ára drengur í lífshættu eftir að hafa verið ákærður fyrir guðlast Átta ára drengur er nú undir öryggiseftirliti lögreglu í Pakistan, eftir að hafa verið handtekinn fyrir að pissa á mottu í íslömskum skóla. Drengurinn, hvers fjölskylda er hindúatrúar, er yngsta manneskjan í sögu landsins til að vera ákærð fyrir guðlast. 9. ágúst 2021 08:51
Hæstiréttur Pakistan stendur við sýknun Asia Bibi Bibi, sem er kristin, varði átta árum í fangelsi áður en Hæstiréttur feldi dóminn niður í október síðastliðnum. 29. janúar 2019 11:30
Guðlast í Pakistan: Eiginmaður Bibi biður vestræna leiðtoga um hjálp Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. 5. nóvember 2018 11:23