Fótbolti

Fróðlegur listi ef leikmaður mætti bara vinna Gullhnöttinn einu sinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi fær hér Gullhnöttinn frá vini sínum og fyrrum liðsfélaga Luis Suarez sem afhenti hann í París í vikunni.
Lionel Messi fær hér Gullhnöttinn frá vini sínum og fyrrum liðsfélaga Luis Suarez sem afhenti hann í París í vikunni. AP/Christophe Ena

Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa nánast einokað Gullhnöttinn frá því að Ronaldo vann hann fyrst árið 2008.

Messi vann Gullhnöttinn í sjöunda sinn í vikunni og Ronaldo hefur unnið hann fimm sinnum. Þeir hafa því unnið tólf af síðustu þrettán Gullhnöttum.

Sá eini sem náði að vinna hann og hét ekki Messi eða Ronaldo var Króatinn Luka Modric árið 2018.

Ítalinn Gabriele Marcotti sem vinnur fyrir ESPN tók saman skemmtilegan lista fyrir þá sem vildu helst að hver leikmaður gæti aðeins unnið einu sinni.

Marcotti skoðaði niðurstöður kosningarinnar hjá France Football og fann út hver hafði verið í öðru sæti og jafnvel enn neðar ef sá hinn sami hafði unnið áður.

Ronaldo vann fyrst 2008 og Messi vann sinn fyrsta árið 2009. Frá þeim tíma hefðu tíu leikmenn í viðbót fengið þessa mesta virðingarvott með fyrrnefndum skilyrðum en ekki bara Modric.

Ronaldo og Messi voru oftast í tveimur efstu sætunum og því er þetta oft maðurinn sem varð í þriðja sæti í kjörinu.

Það eru einkum leikmenn eins og Xavi Hernández og Andrés Iniesta sem flestum þykir mikil synd að þeir fengu aldrei Gullhnöttinn. Xavi hefði fengið hann 2011 en Iniesta 2010.

Þá hefði Franck Ribéry fengið hann árið 2013 en Bæjarar eru svipað svekktir með að hann vann ekki þá eins og að Robert Lewandowski hafi ekki unnið í ár.

Tveir leikmenn hafa næstum einokað þessi verðlaun undanfarin þrettán ár.AP/Christophe Ena



Fleiri fréttir

Sjá meira


×