Enn að jafna sig af meiðslum eftir að hafa glímt við Fjallið | Vill hefnd gegn Ponzinibbio Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2021 23:30 Gunnar Nelson hefur verið meiddur undanfarna mánuði. vísir/getty Bardagakappinn Gunnar Nelson hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarið. Hann ræddi við vefinn MMA Fighting nýverið um hvað á daga hans hefur drifið og af hverju hann hefur ekki verið í sviðsljósinu. Það kom margt áhugavert upp úr spjallinu. Gunnar var eins og áður sagði í viðtali sem má sjá hér að neðan. Þar ræðir hann gamnislag sem hann átti við Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið, í maí á þessu ári. „Þú hefur eflaust séð myndbandið af mér og Fjallinu að rúlla um gólfið,“ segir Gunnar í viðtalinu og heldur áfram. „Það er þarna sem það gerðist (meiðslin). Ég hef ekki einu sinni talað við hann um það, ég er ekki viss um að hann viti af því. Þetta er í fyrsta sinn sem ég segi hvenær ég varð fyrir meiðslunum,“ bætti hann við er myndband af gamnislag þeirra er sýndur. Gunnar segir að þegar Hafþór Júlíus hafi nýtt þyngd sína og lagst á hann þá hafi eitthvað smollið, nokkrum sekúndum síðar var sársaukinn orðinn gríðarlegur en Gunnar ákvað að segja ekkert á þeim tímapunkti. Where has @GunniNelson been?Nelson tells @arielhelwani he was recovering from injuries he suffered while grappling with 'The Mountain' #TheMMAHour https://t.co/OAWYuaYfHc pic.twitter.com/dAUsz5eCNm— MMAFighting.com (@MMAFighting) December 1, 2021 „Ég ætla að reyna klára þessa lotu og klára þetta. Svo gerist þetta aftur og þarna er ég í virkilegum vandræðum með handlegginn á mér og að ná andanum. Ég hugsaði samt með mér að ég þyrfti að bíða eftir að hann myndi opna sig því það var of seint að fara stöðva bardagann þarna og segja að ég hefði meitt mig.“ „Ég hefði mögulega átt að hætta þarna því kannski gerði ég illt verra en ég veit það ekki,“ sagði Gunnar að endingu. Gunnar Nelson says the only man he really wants to fight is Santiago Ponzinibbio.#TheMMAHour— Jed I. Goodman © (@jedigoodman) December 1, 2021 Þá kemur einnig fram í viðtalinu að Gunnar Nelson vill hefnd gegn Santiago Ponzinibbio. Þeir mættust sumarið 2017 og fór Ponzinibbio með sigur af hólmi eftir að hafa potað í auga Gunnars á meðan bardaganum stóð. Það verður áhugavert að sjá hvort Gunnari verður af ósk sinni en það er ljóst að Ponzinibbio á ekki von á góðu ef þeir mætast að nýju. MMA Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Handbolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Fleiri fréttir Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Skotar fá frídag vegna HM Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Erfitt að fara fram úr rúminu Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Komst við er hann ræddi Schumacher Dagskráin í dag: Stórleikur í Bónus deildinni og enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra Sjá meira
Gunnar var eins og áður sagði í viðtali sem má sjá hér að neðan. Þar ræðir hann gamnislag sem hann átti við Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið, í maí á þessu ári. „Þú hefur eflaust séð myndbandið af mér og Fjallinu að rúlla um gólfið,“ segir Gunnar í viðtalinu og heldur áfram. „Það er þarna sem það gerðist (meiðslin). Ég hef ekki einu sinni talað við hann um það, ég er ekki viss um að hann viti af því. Þetta er í fyrsta sinn sem ég segi hvenær ég varð fyrir meiðslunum,“ bætti hann við er myndband af gamnislag þeirra er sýndur. Gunnar segir að þegar Hafþór Júlíus hafi nýtt þyngd sína og lagst á hann þá hafi eitthvað smollið, nokkrum sekúndum síðar var sársaukinn orðinn gríðarlegur en Gunnar ákvað að segja ekkert á þeim tímapunkti. Where has @GunniNelson been?Nelson tells @arielhelwani he was recovering from injuries he suffered while grappling with 'The Mountain' #TheMMAHour https://t.co/OAWYuaYfHc pic.twitter.com/dAUsz5eCNm— MMAFighting.com (@MMAFighting) December 1, 2021 „Ég ætla að reyna klára þessa lotu og klára þetta. Svo gerist þetta aftur og þarna er ég í virkilegum vandræðum með handlegginn á mér og að ná andanum. Ég hugsaði samt með mér að ég þyrfti að bíða eftir að hann myndi opna sig því það var of seint að fara stöðva bardagann þarna og segja að ég hefði meitt mig.“ „Ég hefði mögulega átt að hætta þarna því kannski gerði ég illt verra en ég veit það ekki,“ sagði Gunnar að endingu. Gunnar Nelson says the only man he really wants to fight is Santiago Ponzinibbio.#TheMMAHour— Jed I. Goodman © (@jedigoodman) December 1, 2021 Þá kemur einnig fram í viðtalinu að Gunnar Nelson vill hefnd gegn Santiago Ponzinibbio. Þeir mættust sumarið 2017 og fór Ponzinibbio með sigur af hólmi eftir að hafa potað í auga Gunnars á meðan bardaganum stóð. Það verður áhugavert að sjá hvort Gunnari verður af ósk sinni en það er ljóst að Ponzinibbio á ekki von á góðu ef þeir mætast að nýju.
MMA Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Handbolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Fleiri fréttir Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Skotar fá frídag vegna HM Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Erfitt að fara fram úr rúminu Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Komst við er hann ræddi Schumacher Dagskráin í dag: Stórleikur í Bónus deildinni og enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra Sjá meira