Hækka barnabætur á næsta ári fyrir tekjulægri Eiður Þór Árnason skrifar 30. nóvember 2021 11:12 Skerðingamörkunum er breytt til að bregðast við launahækkunum sem hafa leitt til aukinna skerðinga. Vísir/Vilhelm Skerðingamörkum barnabóta verður breytt á næsta ári og hækka neðri skerðingamörk hjá einstæðum foreldrum úr 351.000 krónum á mánuði í 379.083 krónur. Felur það í sér hjá einstæðu foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð verður engin skerðing á barnabótum upp að 394.878 krónum í mánaðarlaun. Fjárhæðir barnabóta verða hækkaðar á næsta ári um 5,5% til 5,8% en efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hækka um 12%. Ekki er hækkun á heildarfjárheimild ríkissjóðs vegna barnabóta milli ára. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2022. Fyrir einstæða foreldra hækka barnabætur með fyrsta barni á næsta ári um 22.300 krónur og verða 413.000 krónur. Barnabætur greiddar með börnum umfram eitt hækka um 20.200 krónur og verða 423.000 krónur. Fyrir fólk í sambúð hækka barnabætur með fyrsta barni um 13.500 krónur og verða 248.000 krónur. Barnabætur greiddar með börnum umfram eitt hækka um 15.800 krónur og verða 295.000 krónur. Barnabætur sem greiddar eru með börnum yngri en sjö ára hækka um 8.000 krónur og verða 148.000 krónur. Hækka neðri skerðingamörk Fyrir aðila í sambúð hækka neðri skerðingarmörk úr 702.000 krónum í 758.167 á mánuði. Miðað við áðurnefndar forsendur munu barnabætur ekki skerðast fyrir sambúðaraðila upp að 789.757 krónum í samanlögð mánaðarlaun. Efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hækka um 12%. Þegar efri skerðingarmörkum er náð eykst skerðingarhlutfall barnabóta um 1,5%. Dæmi um breytingu á barnabótum fyrir fjölskyldu með tveimur börnum. Stjórnarráðið Fyrir einstæða foreldra hækka efri skerðingarmörkin úr 5,50 milljónum króna á ársgrundvelli í 6,16 milljónir króna eða úr 458.333 krónum á mánuði í 513.333 krónum á mánuði. Það þýðir að fyrir einstætt foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð helst skerðing barnabóta í neðri skerðingarmörkum upp að 534.722 krónum á mánuði. Fyrir sambúðaraðila hækka efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta úr 11,00 milljónum króna á ársgrundvelli í 12,32 milljónir króna eða úr 916.667 krónum á mánuði í 1.026.667 krónur. Það þýðir fyrir sambúðaraðila sem hafa allar sínar tekjur af launavinnu og greiða 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð helst skerðing barnabóta í neðri skerðingarmörkum upp að 1.069.444 krónum á mánuði. Auka framlög til fæðingarorlofssjóðs Fjárheimildir til fæðingarorlofsmála verða auknar um 1.517 milljónir króna á næsta ári frá síðustu fjárlögum. Þar af koma 1.100 milljónir til vegna lengingar fæðingarorlofsins í tólf mánuði í samræmi við samþykkt lög þess efnis. Þá er fjárheimild málaflokksins aukin um 420 milljónir króna vegna hækkunar mánaðarlegrar hámarksgreiðslu í 600 þúsund krónur. Fjárlagafrumvarp 2022 Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Felur það í sér hjá einstæðu foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð verður engin skerðing á barnabótum upp að 394.878 krónum í mánaðarlaun. Fjárhæðir barnabóta verða hækkaðar á næsta ári um 5,5% til 5,8% en efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hækka um 12%. Ekki er hækkun á heildarfjárheimild ríkissjóðs vegna barnabóta milli ára. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2022. Fyrir einstæða foreldra hækka barnabætur með fyrsta barni á næsta ári um 22.300 krónur og verða 413.000 krónur. Barnabætur greiddar með börnum umfram eitt hækka um 20.200 krónur og verða 423.000 krónur. Fyrir fólk í sambúð hækka barnabætur með fyrsta barni um 13.500 krónur og verða 248.000 krónur. Barnabætur greiddar með börnum umfram eitt hækka um 15.800 krónur og verða 295.000 krónur. Barnabætur sem greiddar eru með börnum yngri en sjö ára hækka um 8.000 krónur og verða 148.000 krónur. Hækka neðri skerðingamörk Fyrir aðila í sambúð hækka neðri skerðingarmörk úr 702.000 krónum í 758.167 á mánuði. Miðað við áðurnefndar forsendur munu barnabætur ekki skerðast fyrir sambúðaraðila upp að 789.757 krónum í samanlögð mánaðarlaun. Efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hækka um 12%. Þegar efri skerðingarmörkum er náð eykst skerðingarhlutfall barnabóta um 1,5%. Dæmi um breytingu á barnabótum fyrir fjölskyldu með tveimur börnum. Stjórnarráðið Fyrir einstæða foreldra hækka efri skerðingarmörkin úr 5,50 milljónum króna á ársgrundvelli í 6,16 milljónir króna eða úr 458.333 krónum á mánuði í 513.333 krónum á mánuði. Það þýðir að fyrir einstætt foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð helst skerðing barnabóta í neðri skerðingarmörkum upp að 534.722 krónum á mánuði. Fyrir sambúðaraðila hækka efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta úr 11,00 milljónum króna á ársgrundvelli í 12,32 milljónir króna eða úr 916.667 krónum á mánuði í 1.026.667 krónur. Það þýðir fyrir sambúðaraðila sem hafa allar sínar tekjur af launavinnu og greiða 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð helst skerðing barnabóta í neðri skerðingarmörkum upp að 1.069.444 krónum á mánuði. Auka framlög til fæðingarorlofssjóðs Fjárheimildir til fæðingarorlofsmála verða auknar um 1.517 milljónir króna á næsta ári frá síðustu fjárlögum. Þar af koma 1.100 milljónir til vegna lengingar fæðingarorlofsins í tólf mánuði í samræmi við samþykkt lög þess efnis. Þá er fjárheimild málaflokksins aukin um 420 milljónir króna vegna hækkunar mánaðarlegrar hámarksgreiðslu í 600 þúsund krónur.
Fjárlagafrumvarp 2022 Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira