Innlent

77 greindust innanlands í gær

Samúel Karl Ólason skrifar
34 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví.
34 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví. Vísir/Vilhelm

Alls greindust 77 smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 34 í sóttkví og þar að auki greindust þrír á landamærunum.

Í tilkynningu frá almannavörnum og landlækni segir að alls séu 1.617 í einangrun og 2.021 í sóttkví. Í gær voru 1,672 í einangrun og 2.076 í sóttkví.

Tölur um helgar teljast bráðabirgðatölur en covid.is verður uppfærð á mánudag. Þá kemur fram hve mörg sýni voru tekin.


Tengdar fréttir

Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands

Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag.

Mun að óbreyttu mæla með bólu­setningu fimm til ellefu ára

Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.