Erlent

„Afganska stúlkan“ með grænu augun flytur til Ítalíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Myndin sem tekin var Sharbatt Gulla árið 1984 vakti gífurlega athygli. Seinni myndin var tekin í forsetahöll Afganistans árið 2016.
Myndin sem tekin var Sharbatt Gulla árið 1984 vakti gífurlega athygli. Seinni myndin var tekin í forsetahöll Afganistans árið 2016. AP

Mynd af Sharbat Gulla í flóttamannabúðum í Pakistan fór eins og eldur í sinu um heiminn. Gulla var líklega tólf ára gömul þegar ljósmyndarinnar Steve McCurry tók myndina árið 1984 og hún rataði á forsíðu National Geographic í júní 1985.

Gulla var kölluð „Afganska stúlkan“ með grænu augun og vakti myndin athygli a borgarastyrjöldinni í Afganistan. Nú 37 árum síðar er Gulla að far að hefja nýtt líf á Ítalíu.

Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti í vikunni að ríkisstjórn hans hefði skipulagt flutning Gulla frá Afganistan. Það var gert eftir að hún óskaði eftir hjálp vegna yfirtöku Talibana á Afganistan.

Í frétt Sky News segir að Gulla muni nú fá aðstoð við að aðlagast nýju lífi sínu á Ítalíu.

McCurry vissi aldrei hvað Gulla hét þegar hann tók myndina árið 1984. Hann fann hana þó í fjöllum Afganistans árið 2002. National Geographic birti þá aðra mynd af Gulla halda á gömlu myndinni og grein sem fjallið um leit McCurry að henni.

Þá sagðist hún hafa verið reið þegar hann tók myndina 1984 og sagði það hafa verið í fyrsta sinn sem mynd var tekin af henni. Myndin sem McCurry tók árið 2002 var önnur myndin sem tekin hafði verið af Gulla á ævi hennar.

„Hún hefur átt erfitt líf,“ sagði McCurry þá. „Svo margir hér deila sögu hennar.“

Hún stakk svo aftur upp kollinum í Pakistan árið 2014. Þar var hún sökuð um að hafa keypt fölsuð skilríki og var hún flutt aftur til Afganistans þar sem forseti landsins tók á móti henni og afhenti henni lykla að nýrri íbúð, samkvæmt AP fréttaveitunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×