Varð fyrir sérstökum vonbrigðum með forsætisráðherra Kristín Ólafsdóttir og Árni Sæberg skrifa 26. nóvember 2021 23:28 Rósa Björk Brynjólfsdóttir er ein þeirra sem misstu sæti sitt eftir endurtalningu. Stöð 2/Egill Þrír frambjóðendur sem kærðu framkvæmd alþingiskosninganna segja það mikil vonbrigði að alþingi hafi staðfest kjörbréf allra þingmanna í gær. Það sé þó ákveðinn léttir að málinu sé lokið í bili. Einn kærenda segist sérstaklega vonsvikinn með afstöðu forsætisráðherra. Alþingi staðfesti í gærkvöldi kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar, líkt og var til að mynda vilji þriggja frambjóðenda í kosningunum sem kærðu framkvæmdina í haust. Tvö þeirra misstu sæti sitt eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi en málið hefur hvílt þungt á þeim síðustu vikur. „Vonbrigðin eru kannski búin að vera að byggjast upp til lengri tíma þannig þau voru ekkert sérstaklega sár. Þetta hefur verið fyrirséð og viðbúið og farið að láta í skína. Ég held að þetta hafi verið niðurstaðan sem var lagt upp með í upphafi,“ segir Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. „Það voru vonbrigði að sjá að forsætisráðherra staðfesti endurtalninguna sem er ólögmæt. Það voru sérstök vonbrigði en ég var líka gríðarlega ánægð með að sjá að sextán þingmenn stóðu með uppkosningu,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingar. Hún segir ferlið allt hafa verið eins og lestarslys í hægri endursýningu. Traustið sé rofið Guðmundur hefur þegar boðað að hann hyggist fara með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu en kærufrestur er sex mánuðir. „Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta að etta muni hafa áhrif á það hvernig við umgöngumst, hvernig við framkvæmum og hvernig við lítum á kosningar. Ég meina traustið er rofið. Við horfum allt öðruvísi á þessa framkvæmd og ksoningar heldur en við gerðum áður,“ segir hann. „Ólögmæta þingið“ Frambjóðandi Pírata segir það vel geta verið að hann muni einnig kæra til mannréttindadómstólsins. Hann telur allar líkur á að málið vinnist þar, með slæmum afleiðingum fyrir orðspor Íslendinga. „Ég er ákaflega hryggur yfir þessari niðurstöðu. Ég tel að almenningur beri nú minna traust til stjórnvalda en áður var,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata. „Þetta er 152. löggjafarþing okkar Íslendinga og ég tel að þessa þings verði minnst með þeim hætti að þetta verði ólögmæta þingið,“ bætir hann við að lokum. Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Alþingi staðfesti í gærkvöldi kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar, líkt og var til að mynda vilji þriggja frambjóðenda í kosningunum sem kærðu framkvæmdina í haust. Tvö þeirra misstu sæti sitt eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi en málið hefur hvílt þungt á þeim síðustu vikur. „Vonbrigðin eru kannski búin að vera að byggjast upp til lengri tíma þannig þau voru ekkert sérstaklega sár. Þetta hefur verið fyrirséð og viðbúið og farið að láta í skína. Ég held að þetta hafi verið niðurstaðan sem var lagt upp með í upphafi,“ segir Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. „Það voru vonbrigði að sjá að forsætisráðherra staðfesti endurtalninguna sem er ólögmæt. Það voru sérstök vonbrigði en ég var líka gríðarlega ánægð með að sjá að sextán þingmenn stóðu með uppkosningu,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingar. Hún segir ferlið allt hafa verið eins og lestarslys í hægri endursýningu. Traustið sé rofið Guðmundur hefur þegar boðað að hann hyggist fara með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu en kærufrestur er sex mánuðir. „Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta að etta muni hafa áhrif á það hvernig við umgöngumst, hvernig við framkvæmum og hvernig við lítum á kosningar. Ég meina traustið er rofið. Við horfum allt öðruvísi á þessa framkvæmd og ksoningar heldur en við gerðum áður,“ segir hann. „Ólögmæta þingið“ Frambjóðandi Pírata segir það vel geta verið að hann muni einnig kæra til mannréttindadómstólsins. Hann telur allar líkur á að málið vinnist þar, með slæmum afleiðingum fyrir orðspor Íslendinga. „Ég er ákaflega hryggur yfir þessari niðurstöðu. Ég tel að almenningur beri nú minna traust til stjórnvalda en áður var,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata. „Þetta er 152. löggjafarþing okkar Íslendinga og ég tel að þessa þings verði minnst með þeim hætti að þetta verði ólögmæta þingið,“ bætir hann við að lokum.
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira