Íslenski boltinn

Meistararnir fá góðan liðsstyrk úr Kópavoginum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karl Friðleifur Gunnarsson og Davíð Örn Atlason í Víkingstreyjunni.
Karl Friðleifur Gunnarsson og Davíð Örn Atlason í Víkingstreyjunni. víkingur

Íslands- og bikarmeistarar Víkings kynntu tvo nýja leikmenn í dag, þá Karl Friðleif Gunnarsson og Davíð Örn Atlason. Þeir koma báðir frá Breiðabliki.

Karl lék sem lánsmaður með Víkingi frá Breiðabliki á síðasta tímabili og átti stóran þátt í því að liðið vann tvöfalt. Hann er nú endanlega genginn í raðir Víkings.

Davíð kemur aftur til Víkings eftir eitt tímabil hjá Breiðabliki. Davíð varð bikarmeistari með Víkingi 2019 og lék tæplega tvö hundruð leiki með liðinu áður en Breiðablik keypti hann í fyrra.

Auk Karls og Davíðs hafa Víkingar samið við Arnór Borg Guðjohnsen, Birni Snæ Ingason og Kyle McLagan. Þar á bæ ætla menn því augljóslega að nýta meðbyr síðasta tímabils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×