Tónlist

Tónleikar Adele sýndir á Stöð 2 næsta föstudagskvöld

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Tónleikar súperstjörnunnar Adele í Los Angeles verða sýndir á Stöð 2 á föstudagskvöld. 
Tónleikar súperstjörnunnar Adele í Los Angeles verða sýndir á Stöð 2 á föstudagskvöld.  Instagram/Adele

Það má með sanni segja að tónlistarkonan Adele sé að sigra heiminn um þessari mundir.

Þessi margfaldi Grammy-verðlaunahafi sendi frá sér plötuna 30 í síðustu viku eftir 6 ára bið og eftirvæntingu frá aðdáendum. Platan hefur algjörlega slegið í gegn víðs vegar um heiminn og situr lagið Easy on Me hátt á hinum ýmsu topplistum, þar með töldum Íslenska listanum á FM957.

Eflaust eru margir sem gæfu mikið fyrir að geta skellt sér á tónleika með dívunni og þeim færi ég góðar fréttir! Tónleikarnir One Night With Adele verða nefnilega sýndir á Stöð 2 á föstudagskvöld og eru þeir sýndir beint á eftir skemmtiþættinum Stóra sviðinu. Tónleikarnir fara svo inn á Stöð 2+ í kjölfarið.

Adele gaf út plötuna 30 á dögunum og hefur hún slegið í gegn víðs vegar um heiminn.

Tónleikarnir fóru nýlega fram í Griffith-stjörnuskoðunarstöðinni í Los Angeles og var það í fyrsta skipti í um fjögur ár sem Adele kom fram. Einstakt augnablik frá þessum tónleikum hefur vakið heimsathygli eins og komið hefur fram hér á Vísi

Ásamt stórkostlegum flutningi Adele á sínum vinsælustu lögum, gömlum og nýjum, er sýnt einkaviðtal sem engin önnur en Oprah Winfrey tók við Adele fyrir framan stjörnum prýddan áhorfendasal þar sem stórstjörnur á borð Leonardo DiCaprio, Seth Rogan, Melissa McCarthy og fleiri létu fara vel um sig.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá kvöldinu sem Adele deildi á Instagram.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.