Með ólæknandi krabbamein en einstakt viðhorf Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2021 11:31 Hjörleifur og Anna eru með eindæmum jákvæð í gegnum erfiðasta verkefni lífsins. Það er mikil jákvæðni og gleði sem umkringir Önnu Dröfn Sigurjónsdóttur og fjölskyldu hennar, þrátt fyrir að þau standi frammi fyrir einni stærstu áskorun sem fyrir finnst. Anna Dröfn er með ólæknandi krabbamein, en er með einstakt viðhorf og tekst á við verkefnið með eiginmanni sínum og börnum, sem hafa fylgt henni hvert fótmál og tekið þátt í baráttunni með ýmsum hætti. Anna Dröfn hefur talað opinskátt um baráttu sína við meinið á Instagram síðu sinni undir myllumerkinu #látumdælunaganga og í Facebook-hópnum Föruneyti hringsins. Rætt var við Önnu Dröfn, eiginmann hennar og börn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég finn hnútinn hjá mér 2015 í desember á afmælisdegi dóttur minnar og leita inn á Krabbameinsfélag og fæ greininguna í janúar um að þetta væri orðið þriðju gráðu illkynja krabbamein komið inn í holhöndina líka, brjóstakrabbamein. Við erum svo í átján mánuði í meðferð. Þá var ég búin að fara í 22 lyfjameðferðir og 33 geislameðferðir og eina aðgerð,“ segir Anna. Anna Dröfn ákvað strax að vera ekki feimin við að tala um meinið og stofnaði Facebook hópinn þar sem hún deildi öllum fréttum af meðferðinni og því sem var að gerast hverju sinni. „Á mjög stuttum tíma voru komnir þarna um fjögur hundruð af mínum nánustu vinum komnir í hópinn,“ segir Anna og þau hjónin hlægja. Ekkert kjaftæði „Þarna talaði ég ekki öðruvísi en ég talaði við krakkana mína eða tengdaforeldra. Þarna komu bara fram almennar upplýsingar,“ segir Anna og bætir eiginmaður hennar Hjörleifur Stefánsson við; „Þarna varð til no bullshit stefnan okkar.“ En er ekki erfitt að halda í húmorinn á erfiðum dögum? „Þetta eru svo súrrealískar aðstæður að þú getur ekki annað en séð það fyndna. Einhver tímann fór ég í skoðun og það var of mikið af blóði. Ég spyr hvort ég eigi þá að fara á fjöll og fékk þá svarið, nei en farðu í kafbát ef þú getur. Hvernig getur maður annað en viðhaldið húmor í svona aðstæðum.“ Það sem Önnu og Hjörleifi fannst frá upphafi skipta miklu máli var að halda börnunum sínum upplýstum um stöðu mála. „Ég sagði bara við strákana, heyrðu ég er hérna með hnút. Viljið þið finna? Þetta er eitthvað skrýtið, ég held ég panti mér bara tíma hjá lækni. Þeir voru með alveg frá fyrstu. Þau eru besta teymið. Ef þú ætlar að hafa einhvern með þér í þessu, þá eru það þínir nánustu, þínir allra nánustu,“ segir Anna. „Þau eru bara svo mögnuð. Þau eru bara svo miklu klárari heldur en almennt samfélag og börn skilja og geta meira heldur en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir Hjörleifur. Börnin hafa tekið þátt á ýmsan hátt, þar á meðal með því að bæta inn lögum á lagalista mömmu sinnar Ég dey ekki í dag sem hún hlustar á á leið í lyfjameðferðir og það er augljóst að þau deila húmor foreldra sinna. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Anna Dröfn er með ólæknandi krabbamein, en er með einstakt viðhorf og tekst á við verkefnið með eiginmanni sínum og börnum, sem hafa fylgt henni hvert fótmál og tekið þátt í baráttunni með ýmsum hætti. Anna Dröfn hefur talað opinskátt um baráttu sína við meinið á Instagram síðu sinni undir myllumerkinu #látumdælunaganga og í Facebook-hópnum Föruneyti hringsins. Rætt var við Önnu Dröfn, eiginmann hennar og börn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég finn hnútinn hjá mér 2015 í desember á afmælisdegi dóttur minnar og leita inn á Krabbameinsfélag og fæ greininguna í janúar um að þetta væri orðið þriðju gráðu illkynja krabbamein komið inn í holhöndina líka, brjóstakrabbamein. Við erum svo í átján mánuði í meðferð. Þá var ég búin að fara í 22 lyfjameðferðir og 33 geislameðferðir og eina aðgerð,“ segir Anna. Anna Dröfn ákvað strax að vera ekki feimin við að tala um meinið og stofnaði Facebook hópinn þar sem hún deildi öllum fréttum af meðferðinni og því sem var að gerast hverju sinni. „Á mjög stuttum tíma voru komnir þarna um fjögur hundruð af mínum nánustu vinum komnir í hópinn,“ segir Anna og þau hjónin hlægja. Ekkert kjaftæði „Þarna talaði ég ekki öðruvísi en ég talaði við krakkana mína eða tengdaforeldra. Þarna komu bara fram almennar upplýsingar,“ segir Anna og bætir eiginmaður hennar Hjörleifur Stefánsson við; „Þarna varð til no bullshit stefnan okkar.“ En er ekki erfitt að halda í húmorinn á erfiðum dögum? „Þetta eru svo súrrealískar aðstæður að þú getur ekki annað en séð það fyndna. Einhver tímann fór ég í skoðun og það var of mikið af blóði. Ég spyr hvort ég eigi þá að fara á fjöll og fékk þá svarið, nei en farðu í kafbát ef þú getur. Hvernig getur maður annað en viðhaldið húmor í svona aðstæðum.“ Það sem Önnu og Hjörleifi fannst frá upphafi skipta miklu máli var að halda börnunum sínum upplýstum um stöðu mála. „Ég sagði bara við strákana, heyrðu ég er hérna með hnút. Viljið þið finna? Þetta er eitthvað skrýtið, ég held ég panti mér bara tíma hjá lækni. Þeir voru með alveg frá fyrstu. Þau eru besta teymið. Ef þú ætlar að hafa einhvern með þér í þessu, þá eru það þínir nánustu, þínir allra nánustu,“ segir Anna. „Þau eru bara svo mögnuð. Þau eru bara svo miklu klárari heldur en almennt samfélag og börn skilja og geta meira heldur en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir Hjörleifur. Börnin hafa tekið þátt á ýmsan hátt, þar á meðal með því að bæta inn lögum á lagalista mömmu sinnar Ég dey ekki í dag sem hún hlustar á á leið í lyfjameðferðir og það er augljóst að þau deila húmor foreldra sinna. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira