Innlent

Fækkar milli daga en tveir komnir í öndunar­vél

Eiður Þór Árnason skrifar
Landspítalinn er áfram á hættustigi vegna faraldursins. 
Landspítalinn er áfram á hættustigi vegna faraldursins.  Vísir/Vilhelm

Í dag liggja sautján á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fækkað um tvo milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Enginn þurfti á öndunarvélastuðning að halda í gær.

Ellefu sjúklingar eru með Covid-19 á smitsjúkdómadeild og tveir á geðdeild eftir að sjúklingar greindust þar fyrr í vikunni.

Í eftirliti Covid-göngudeildar eru nú alls 1.691 einstaklingur, þar af 441 barn. 66 einstaklingar eru á gulu og einn á rauðu. Sá litur er not­aður yfir þá sem eru með alvar­leg ein­kenni og gætu þurft á inn­lögn að halda.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd spítalans en í gær komu sjö einstaklingar til mats og meðferðar á göngudeild. Enginn þeirra þurfti að leggjast inn.

26 starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun, 27 í sóttkví og 237 í vinnusóttkví. 136 einstaklingar greindust innanlands með Covid-19 í gær. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir um helgi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.