Eymd í Eþíópíu: Sameinuðu þjóðirnar saka allar stríðandi fylkingar um morð og nauðganir Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2021 16:12 Allar stríðandi fylkingar í Eþíópíu eru meðal annars sagðar hafa myrt fjölda almennra borgara. AP Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að átökin í Eþíópíu, sem hafi staðið yfir í ár, hafi einkennst af gífurlegri grimmd. Rannsókn hafi sýnt fram að allar fylkingar átakanna hafi framið ýmis ódæði sem gætu talist stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyninu. Rannsókn þessi var birt í dag en hún tíundar fjölda brota eins og morð, pyntingar, nauðganir og að þvinga fólk af heimilum sínum með valdi. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) vann rannsóknina í samvinnu við Mannréttindaráð Eþíópíu, sem er ríkisstofnun. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja forsvarsmenn SÞ það hafa verið nauðsynlegt til að fá aðgang að Tigray-héraði, þar sem mest átökin hafa átt sér stað. Ríkisstjórn Eþíópíu hefur takmarkað flæði upplýsinga þaðan verulega og meinað blaðamönnum, hjálparsamtökum og eftirlitsaðilum aðgang. Átökin í Eþíópíu hófust fyrir ári síðan. Stjórnarher landsins réðst þá til atlögu gegn Frelsisfylkingunni í Tigray, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður þar til Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra landsins árið 2018. Ræddu við fórnarlömb og vitni Skýrsla sem gerð var um niðurstöður rannsóknarinnar byggir á viðtölum við fjölda fórnarlamba ódæða og vitni. Skýrslan nær yfir tímabilið frá 3. nóvember 2020 til 28. júní 2021 þegar ríkisstjórn Eþíópíu lýsti yfir vopnahléi. Sjá einnig: Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Lýstu yfir neyðarástandi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu í kjölfar þess að sveitum Frelsisfylkingarinnar hefur vaxið ásmegin í norðurhluta landsins. Átökin hafa þá dreifst út fyrir Tigray-hérað og orðið harðari. Hér að neðan má sjá frá blaðamannafundi sem haldinn var í dag þar sem Bachelet og aðrir í OHCHR kynntu skýrsluna. Hermenn Eþíópíu, Eritreu og hermenn Frelsisfylkingarinnar svokölluðu eru sagðir hafa gert árásir á almenna borgara og byggingar eins og skóla, sjúkrahús og bænahús. Þeir eru einnig sagðir hafa myrt fjölda manna í hefndardrápum. Vísað er til ódæða sem framin voru í nóvember í fyrra. Þá eru sveitir frá Tigray sagðar hafa myrt rúmlega tvö hundruð íbúa í Mai Kadra. Aðrar fylkingar myrtu svo fjölmarga í Tigray, til að hefna fyrir morðin í Mai Kadra. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.AP/Marital Trezzini Einnig hafi fundist vísbendingar um að hermenn hafi markvisst myrt fólk sem tilheyrði ákveðnum ættbálkum og það teljist sem glæpur gegn mannkyninu. Almennir borgarar og fangar eru sagðir hafa verið pyntaðir í massavís auk þess sem hermenn fóru ránshendi um heimili þeirra. Þá segir í skýrslunni að vísbendingar hafi fundist um að allar fylkingar hafi framið kynferðisbrot eins og nauðganir. Rannsakendur hafi komist á snoðir um fjölmargar hópnauðganir. Rætt var við þrjátíu konur vegna rannsóknarinnar en tæpur helmingur þeirra sagðist hafa orðið fyrir hópnauðgun. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt France24 um ástandið í Eþíópíu. Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Eritrea Tengdar fréttir Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41 Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Rannsókn þessi var birt í dag en hún tíundar fjölda brota eins og morð, pyntingar, nauðganir og að þvinga fólk af heimilum sínum með valdi. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) vann rannsóknina í samvinnu við Mannréttindaráð Eþíópíu, sem er ríkisstofnun. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja forsvarsmenn SÞ það hafa verið nauðsynlegt til að fá aðgang að Tigray-héraði, þar sem mest átökin hafa átt sér stað. Ríkisstjórn Eþíópíu hefur takmarkað flæði upplýsinga þaðan verulega og meinað blaðamönnum, hjálparsamtökum og eftirlitsaðilum aðgang. Átökin í Eþíópíu hófust fyrir ári síðan. Stjórnarher landsins réðst þá til atlögu gegn Frelsisfylkingunni í Tigray, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður þar til Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra landsins árið 2018. Ræddu við fórnarlömb og vitni Skýrsla sem gerð var um niðurstöður rannsóknarinnar byggir á viðtölum við fjölda fórnarlamba ódæða og vitni. Skýrslan nær yfir tímabilið frá 3. nóvember 2020 til 28. júní 2021 þegar ríkisstjórn Eþíópíu lýsti yfir vopnahléi. Sjá einnig: Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Lýstu yfir neyðarástandi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu í kjölfar þess að sveitum Frelsisfylkingarinnar hefur vaxið ásmegin í norðurhluta landsins. Átökin hafa þá dreifst út fyrir Tigray-hérað og orðið harðari. Hér að neðan má sjá frá blaðamannafundi sem haldinn var í dag þar sem Bachelet og aðrir í OHCHR kynntu skýrsluna. Hermenn Eþíópíu, Eritreu og hermenn Frelsisfylkingarinnar svokölluðu eru sagðir hafa gert árásir á almenna borgara og byggingar eins og skóla, sjúkrahús og bænahús. Þeir eru einnig sagðir hafa myrt fjölda manna í hefndardrápum. Vísað er til ódæða sem framin voru í nóvember í fyrra. Þá eru sveitir frá Tigray sagðar hafa myrt rúmlega tvö hundruð íbúa í Mai Kadra. Aðrar fylkingar myrtu svo fjölmarga í Tigray, til að hefna fyrir morðin í Mai Kadra. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.AP/Marital Trezzini Einnig hafi fundist vísbendingar um að hermenn hafi markvisst myrt fólk sem tilheyrði ákveðnum ættbálkum og það teljist sem glæpur gegn mannkyninu. Almennir borgarar og fangar eru sagðir hafa verið pyntaðir í massavís auk þess sem hermenn fóru ránshendi um heimili þeirra. Þá segir í skýrslunni að vísbendingar hafi fundist um að allar fylkingar hafi framið kynferðisbrot eins og nauðganir. Rannsakendur hafi komist á snoðir um fjölmargar hópnauðganir. Rætt var við þrjátíu konur vegna rannsóknarinnar en tæpur helmingur þeirra sagðist hafa orðið fyrir hópnauðgun. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt France24 um ástandið í Eþíópíu.
Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Eritrea Tengdar fréttir Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41 Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41
Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20
Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06