Íslendingar minna hræddir við Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2021 11:52 Í nýjasta þjóðarpúlsinum segjast 21 prósent svarar óttast það mjög lítið að smitast af Covid-19. Þrjátíu prósent segja frekar lítið og 36 prósent segja hvorki mikið né lítið. Vísir/Einar Íslendingar eru minna hræddir við að smitast af Covid-19 og treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum minna til að takast á við faraldur kórónuveirunnar, þó langflestir geri það enn. Þetta er meðal niðurstaða í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Könnunin var framkvæmd frá 21. til 28. október. 1.635 voru valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Gallup til að taka þátt en fjöldi svarenda var 833. Í tilkynningu frá Gallup segir að flest svörin hafi borist á fyrri hluta könnunartímabilsins en smituðum hafi fjölgað talsvert á seinni hluta tímabilsins. Gera megi ráð fyrir að niðurstöður taki breytingum þessa dagana. Í nýjasta þjóðarpúlsinum segjast 21 prósent svarar óttast það mjög lítið að smitast af Covid-19. Þrjátíu prósent segja frekar lítið og 36 prósent segja hvorki mikið né lítið. Ellefu prósent sögðu frekar mikið og tvö prósent sögðu óttast það mjög mikið að smitast af Covid-19. Óttast þú mikið eða lítið að smitast af Covid-19? Þegar kemur að því hvort Íslendingar treysti almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum hér á landi til að takast á við Covid-19 er ljóst að mikill meirihluti gerir það. Hópurinn sem gerir það ekki hefur þó stækkað örlítið. Aðeins eitt prósent segir traustið mjög lítið og þrjú prósent segja það frekar lítið. Sjö prósent segja traustið hvorki mikið né lítið. 21 prósent segja traustið frekar mikið og 39 prósent segja það mjög mikið. Þá segjast 29 prósent svarenda treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega til að takast á við faraldurinn. Sá hópur hefur minnkað um fimm prósent milli Þjóðarpúlsa og hefur aðeins einu sinni verið minni á árinu en hann var 28 prósent um mánaðamótin júlí ágúst. Hversu vel eða illa treystir þú almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi til að takast á við Covid-19? Einnig kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup að langflestir sem svöruðu telja heilbrigðisyfirvöld vera að gera hæfilega mikið til að bregðast við faraldrinum. Eitt prósent sagði allt of lítið gert og níu prósent sögðu aðeins og lítið. Þrettán prósent sögðu aðeins of mikið og fimm prósent allt of mikið. 71 prósent svarenda sagði aðgerðirnar þó hæfilegar. Áhugasamir geta skoðað niðurstöðurnar ítarlega í kynningu Gallup. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaða í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Könnunin var framkvæmd frá 21. til 28. október. 1.635 voru valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Gallup til að taka þátt en fjöldi svarenda var 833. Í tilkynningu frá Gallup segir að flest svörin hafi borist á fyrri hluta könnunartímabilsins en smituðum hafi fjölgað talsvert á seinni hluta tímabilsins. Gera megi ráð fyrir að niðurstöður taki breytingum þessa dagana. Í nýjasta þjóðarpúlsinum segjast 21 prósent svarar óttast það mjög lítið að smitast af Covid-19. Þrjátíu prósent segja frekar lítið og 36 prósent segja hvorki mikið né lítið. Ellefu prósent sögðu frekar mikið og tvö prósent sögðu óttast það mjög mikið að smitast af Covid-19. Óttast þú mikið eða lítið að smitast af Covid-19? Þegar kemur að því hvort Íslendingar treysti almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum hér á landi til að takast á við Covid-19 er ljóst að mikill meirihluti gerir það. Hópurinn sem gerir það ekki hefur þó stækkað örlítið. Aðeins eitt prósent segir traustið mjög lítið og þrjú prósent segja það frekar lítið. Sjö prósent segja traustið hvorki mikið né lítið. 21 prósent segja traustið frekar mikið og 39 prósent segja það mjög mikið. Þá segjast 29 prósent svarenda treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega til að takast á við faraldurinn. Sá hópur hefur minnkað um fimm prósent milli Þjóðarpúlsa og hefur aðeins einu sinni verið minni á árinu en hann var 28 prósent um mánaðamótin júlí ágúst. Hversu vel eða illa treystir þú almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi til að takast á við Covid-19? Einnig kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup að langflestir sem svöruðu telja heilbrigðisyfirvöld vera að gera hæfilega mikið til að bregðast við faraldrinum. Eitt prósent sagði allt of lítið gert og níu prósent sögðu aðeins og lítið. Þrettán prósent sögðu aðeins of mikið og fimm prósent allt of mikið. 71 prósent svarenda sagði aðgerðirnar þó hæfilegar. Áhugasamir geta skoðað niðurstöðurnar ítarlega í kynningu Gallup.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira