Innlent

Sjúklingur smitaður af Covid-19 lést á Land­spítala

Árni Sæberg skrifar
andlat

Sjúklingur sem smitaður var af Covid-19 lést á Landspítalanum í dag.

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu en getur ekki veitt nánari upplýsingar að svo stöddu. 

Hann segir þó að málið hafi verið tilkynnt sóttvarnalækni. Ekki hefur náðst í Þórólf Guðnason sóttvarnalækni við vinnslu fréttarinnar.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ekki verið unnt að staðfesta að andlátið hafi verið af völdum Covid-19. Már Kristjánsson segir þó að öll andlát fólks sem sýkt er af sjúkdómnum teljist sem andlát tengd Covid-19. Nú hafi því 34 látist í tengslum við Covid-19 hér á landi í tengslum við sjúkdóminn frá upphafi faraldurs í febrúar á síðasta ári.

Á vefsíðu embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Covid.is, sem hefur ekki verið uppfærð í kjölfar andlátsins segir að þrettán séu nú inniliggjandi á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×