Lífið

Taktu þátt: Hvort syngur Sverrir Bergmann eða Valdimar betur í karókí?

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Valdimar Guðmundsson mætti Sverri Bergmann í karókíkeppni þessarar viku.
Valdimar Guðmundsson mætti Sverri Bergmann í karókíkeppni þessarar viku.

Útvarpsþátturinn FM95BLÖ fór af stað með karókíkeppni í síðustu viku og er nú komið að þriðju umferð. Þessa vikuna góla engir aðrir en Sverrir Bergmann og Valdimar Guðmundsson í hljóðnemann. Hlustendur þáttarins meta hvor stóð sig betur.

Margir af flottustu söngvurum þjóðarinnar hafa þegar tekið þátt í keppninni og von er á mörgum fleiri á næstu vikum. Í síðustu viku þreyttu vinkonurnar Elísabet Ormslev og Svala Björgvinsdóttir til að mynda æsispennandi karókíkeppni.

Sverrir Bergmann tekur lagið All By Myself með Eric Carmen og Valdimar tekur lagið Born to Run með Bruce Springsteen. Hægt er að hlusta á flutning þeirra í spilurunum hér fyrir neðan og eru hlustendur síðan beðnir um að taka þátt í kosningunni neðst í fréttinni til að velja þann sem á skilið að fara áfram í keppninni.


Sverrir Bergmann - All By Myself

Klippa: Sverrir Bergmann í karókí - All By Myself

Valdimar - Born to Run

Klippa: Valdimar í karókí - Born to Run

Jæja, nú er komið að þér að velja. Hvor kauðanna stóð sig betur og á skilið að fara áfram í næstu umferð?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×