Innlent

Hross mikið slasað eftir að ekið var á það á Kjalarnesi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ekið var á hross á Kjalarnesi.
Ekið var á hross á Kjalarnesi. Vísir/Egill

Ekið var á hross á Kjalarnesi í gærkvöldi. Lifði það áreksturinn en var mikið slasað. Engin slys urðu á fólki en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og hefur ítrekað verið stöðvaður þrátt fyrir að hafa verið sviptur ökuréttindum.

Bifreiðin var flutt af vettvangi en fleiri hross voru á akbrautinni og var þeim smalað saman og færð í girðingu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði einnig ökumann á Álftanesvegi í gær en hann mældist á 113 km/klst þar sem hámarkshraðinn er 70 km/klst. Ökumaðurinn neitaði að hafa brotið af sér.

Þá voru afskipti höfð af ölvuðum manni í stigagangi fjölbýlishúss í póstnúmerinu 111 um klukkan 21.30. Var hann að áreita konu sem býr í húsinu en var vísað á brott. Lögregla handtók einnig mann í annarlegu ástandi í póstnúmerinu 105 sem grunaður er um rúðubrot.

Einn var stöðvaður í póstnúmerinu 104 eftir að hafa bakkað á kyrrstæða bifreið og stungið af. Er hann grunaður um akstur undi ráhrifum áfengis og fíkniefna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.