Sara fór langt út fyrir þægindarammann á löngum dögum í London Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2021 08:30 Sara Sigmundsdóttir naut sín í London þrátt fyrir mjög langa og lýjandi daga. Instagram/@ Sara Sigmundsdóttir var mætt til London í nýjasta þættinum af endurkomuseríu sinni „Road to Recovery“ en það var lítill tími sem fór til spillis hjá íslensku CrossFit konunni í heimsókninni til höfuðborgar Englands. Sara hefur nefnilega í nægu að snúast þessa dagana því auk æfinganna þá er hún að frumsýna íþróttavörur sem hún sjálf hannaði með hjálp frá fólkinu hjá WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) Sara nýtti tímann sinn vel þegar hún fór til London í síðasta mánuði en meginverkefni ferðarinnar var að taka myndir fyrir íþróttavörulínuna sem Sara er að hanna. Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, fór yfir daginn sem Sara fór til London. Hún byrjaði þá daginn á því að taka æfingu, fór síðan í flugið, það tóku við lýjandi fyrirsætustörf um leið og hún lenti í London. Sara náði síðan að taka eina æfingu áður en hún fór að sofa og var síðan vöknuð eldsnemma um morguninn daginn eftir til að taka eina æfingu í viðbót. Snorri Barón þarf ekki að berjast fyrir því að koma æfingum Söru inn í dagskrána. „Nei ég þarf ekki að berjast fyrir því þar sem allir gera sér grein fyrir því að hún er íþróttamaður. Ég þarf stundum að minna fólk á því að hún skellir sér ekki bara á tíu mínútna æfingu. Hún þarf sínar tvær æfingar á dag og þær geta tekið meira en tvo klukkutíma hvor,“ sagði Snorri Barón sem segir þetta verða gríðarlega mikilvægan tíma fyrir Söru af því að hún er byggja upp styrkinn sinn að nýju eftir meiðslin. Daniel Williams, stofnandi og framkvæmdastjóri WIT Fitness, fór líka yfir söguna á bak við það hvernig þeir náðu að „stela“ Söru frá Nike. Frábær íþróttamaður og stórkostlegur persónuleiki „Ég kom hreint út og sagði við Snorra að Sara væri sú sem við vildum semja við. Ég lagði höfuðáherslu á það að semja við hana því hún er frábær íþróttamaður og stórkostlegur persónuleiki. Mér fannst hún passa svo vel við hugsjónir WIT. Fólk sagði við mig að þetta væri ekki möguleiki en en ég var staðráðinn í því að semja við hana og það tókst,“ sagði Daniel Williams. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég vissi auðvitað hver Sara er og var búin að fylgjast með henni í nokkurn tíma. Mér finnst hún vera frábær íþróttakona. Ég veit að margir eru öfundsjúkir út í mig fyrir að fá að vera með Söru í dag,“ sagði lyftingakonan Jenny Tong sem er sendiherra hjá WIT og var með í myndatökunni. Hrósaði hönnun Söru Jenny Tong hrósaði líka hönnun Söru og sagði að hún væri búinn að skapa sér mjög sérstakan stíl í hönnuninni á íþróttatoppi sínum. Hún er líka mjög hrifin af litunum sem Sara valdi. Sara var hún sjálf eins og vanalega og lífgaði upp á andrúmsloftið hvert sem hún fór með lífsgleði sinni, orku og hreinskilni. Sara svaraði líka nokkrum spurningum um sinn uppáhaldsmat, tónlist og fleira. Sara gerði líka upp þennan langa og viðburðaríka dag upp á hótelherbergi sínu. „Dagur tvö er að baki og þetta var langur dagur. Ég byrjaði á æfingu klukkan hálf sjö og fór síðan beint í myndatöku og svo í aðra myndatöku. Ég vil ekki segja að ég sé fyrirsæta en ég er íþróttakona sem sinnir fyrirsætustörfum fyrir styrktaraðila,“ sagði Sara. Langt fyrir utan þægindarammann „Dagurinn í dag var svolítið öðruvísi því ég var bara í myndveri og þurfti að pósa mikið. Þetta voru pósur sem ég hafði aldrei gert áður og þetta var langt fyrir utan þægindarammann minn. Ég elskaði það samt því þetta var svo gaman. Ég fór samt inn í þægindarammann minn á eftir og lyfti vel,“ sagði Sara og hún segir Jennu vera nýju vinkonu sína. „Það var bresk lyftingakona með mér í myndatökunni, Jenna, og það var ótrúlegt hvað hún var hrifin af hönnuninni minni,“ sagði Sara. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ZmSOsP0_vk0">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Sjá meira
Sara hefur nefnilega í nægu að snúast þessa dagana því auk æfinganna þá er hún að frumsýna íþróttavörur sem hún sjálf hannaði með hjálp frá fólkinu hjá WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) Sara nýtti tímann sinn vel þegar hún fór til London í síðasta mánuði en meginverkefni ferðarinnar var að taka myndir fyrir íþróttavörulínuna sem Sara er að hanna. Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, fór yfir daginn sem Sara fór til London. Hún byrjaði þá daginn á því að taka æfingu, fór síðan í flugið, það tóku við lýjandi fyrirsætustörf um leið og hún lenti í London. Sara náði síðan að taka eina æfingu áður en hún fór að sofa og var síðan vöknuð eldsnemma um morguninn daginn eftir til að taka eina æfingu í viðbót. Snorri Barón þarf ekki að berjast fyrir því að koma æfingum Söru inn í dagskrána. „Nei ég þarf ekki að berjast fyrir því þar sem allir gera sér grein fyrir því að hún er íþróttamaður. Ég þarf stundum að minna fólk á því að hún skellir sér ekki bara á tíu mínútna æfingu. Hún þarf sínar tvær æfingar á dag og þær geta tekið meira en tvo klukkutíma hvor,“ sagði Snorri Barón sem segir þetta verða gríðarlega mikilvægan tíma fyrir Söru af því að hún er byggja upp styrkinn sinn að nýju eftir meiðslin. Daniel Williams, stofnandi og framkvæmdastjóri WIT Fitness, fór líka yfir söguna á bak við það hvernig þeir náðu að „stela“ Söru frá Nike. Frábær íþróttamaður og stórkostlegur persónuleiki „Ég kom hreint út og sagði við Snorra að Sara væri sú sem við vildum semja við. Ég lagði höfuðáherslu á það að semja við hana því hún er frábær íþróttamaður og stórkostlegur persónuleiki. Mér fannst hún passa svo vel við hugsjónir WIT. Fólk sagði við mig að þetta væri ekki möguleiki en en ég var staðráðinn í því að semja við hana og það tókst,“ sagði Daniel Williams. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég vissi auðvitað hver Sara er og var búin að fylgjast með henni í nokkurn tíma. Mér finnst hún vera frábær íþróttakona. Ég veit að margir eru öfundsjúkir út í mig fyrir að fá að vera með Söru í dag,“ sagði lyftingakonan Jenny Tong sem er sendiherra hjá WIT og var með í myndatökunni. Hrósaði hönnun Söru Jenny Tong hrósaði líka hönnun Söru og sagði að hún væri búinn að skapa sér mjög sérstakan stíl í hönnuninni á íþróttatoppi sínum. Hún er líka mjög hrifin af litunum sem Sara valdi. Sara var hún sjálf eins og vanalega og lífgaði upp á andrúmsloftið hvert sem hún fór með lífsgleði sinni, orku og hreinskilni. Sara svaraði líka nokkrum spurningum um sinn uppáhaldsmat, tónlist og fleira. Sara gerði líka upp þennan langa og viðburðaríka dag upp á hótelherbergi sínu. „Dagur tvö er að baki og þetta var langur dagur. Ég byrjaði á æfingu klukkan hálf sjö og fór síðan beint í myndatöku og svo í aðra myndatöku. Ég vil ekki segja að ég sé fyrirsæta en ég er íþróttakona sem sinnir fyrirsætustörfum fyrir styrktaraðila,“ sagði Sara. Langt fyrir utan þægindarammann „Dagurinn í dag var svolítið öðruvísi því ég var bara í myndveri og þurfti að pósa mikið. Þetta voru pósur sem ég hafði aldrei gert áður og þetta var langt fyrir utan þægindarammann minn. Ég elskaði það samt því þetta var svo gaman. Ég fór samt inn í þægindarammann minn á eftir og lyfti vel,“ sagði Sara og hún segir Jennu vera nýju vinkonu sína. „Það var bresk lyftingakona með mér í myndatökunni, Jenna, og það var ótrúlegt hvað hún var hrifin af hönnuninni minni,“ sagði Sara. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ZmSOsP0_vk0">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Sjá meira