Innlent

Kveikt í bifreið í Háagerði í nótt

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Talið er að kveikt hafi verið í bílnum.
Talið er að kveikt hafi verið í bílnum. SHS

Nokkur viðbúnaður var í Háagerði í Reykjavík í nótt vegna bílbruna. Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir klukkan 2 en talið er að kveikt hafi verið í bifreiðinni. Var hún flutt af vettvangi þegar búið var að slökkva eldinn og er málið í rannsókn.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Kópavogi um klukkan 4 í nótt en í tilkynningu segir aðeins að hann sé grunaður um hylmingu. 

Tveir ökumenn voru stöðvaðir við akstur í gærkvöldi, báðir grunaðir um að vera undir áhrifum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.