Fótbolti

Sá norski sagður vilja fá meira en 89 milljónir í laun á viku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland er einstakur framherji sem hefur þegar gert magnaða hluti þrátt fyrir ungan aldur.
Erling Haaland er einstakur framherji sem hefur þegar gert magnaða hluti þrátt fyrir ungan aldur. AP/Peter Dejong

Norski framherjinn Erling Haaland hjá Dortmund er einn sá allra eftirsóttasti í fótboltaheiminum í dag en er eitthvað félag tilbúið að borga honum launum sem hann vill fá?

Manchester United, Manchester City, Chelsea og Real Madrid eru öll sögð vera á eftir kappanum sem hefur raðað inn mörkum með Dortmund ekki síst í Meistaradeildinni.

Það er samt skiljanlegt að menn spyrji sig um hvort félag geti hreinlega borgað honum þau ofurlaun sem hann vill. Frábær leikmaður en hann þess virði.

Heimildir ESPN eru að Erling Haaland vilji fá 30 milljónir punda í árslaun eða um fimm hundruð þúsund pund á viku. Það gerir 5,3 milljarðar á ári eða 89 milljónir króna í laun á viku.

Haaland er enn bara 21 árs gamall en hefur skoraði 49 mörk í 49 leikjum í þýsku deildinni og 21 mark í 18 leikjum í Meistaradeildinni.

Erling Haaland getur yfirgefið Dortmund eftir tímabilið ef félag er tilbúið að kaupa upp samning hans fyrir 75 milljónir evra. Það er samt talið að það þurfi að borga hans mönnum talsvert í viðbót til að verði að samningnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.