Sport

Dagskráin í dag: Golf, körfubolti og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Njarðvíkingar taka á móti Valsmönnum í Subway-deild karla í kvöld.
Njarðvíkingar taka á móti Valsmönnum í Subway-deild karla í kvöld. Vísir/Bára

Sportrásir Stöðvar 2 leiða okkur inn í helgina með átta beinum útsendingum í dag.

Nátthrafnar landsins gátu fylgst með tveim golfmótum. BMW Ladies Cahmpionship á LPGA-mótaröðinni var á dagskrá klukkan 03:00 í nótt á Stöð 2 Golf og klukkan 03:30 hófst útsending frá ZOZO Championship á PGA-mótaröðinni á Stöð 2 Sport 4.

Golfáhugafólk sem var að skríða á fætur þarf þó ekki að örvænta því Mallorca Golf Open, sem er hluti af Evrópumótaröðinni, hefst klukkan 11:30 á Stöð 2 Golf.

Átta liða úrslitin á Heimsmeistaramótinu í League of Legends hefjast í dag, en útsending frá Laugardalshöllinni hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 eSport. Gamla stórveldið T1 og Hanwha Life eigast við í dag, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.

Rafíþróttirnar halda svo áfram klukkan 20:15, en þá hefst útsending frá Vodafonedeildinni í CS:GO á Stöð 2 eSport.

Körfuboltinn tekur svo sitt pláss í kvöld, en klukkan 20:00 hefst útsending frá viðureign Njarðvíkur og Vals í Subway-deild karla á Stöð 2 Sport. Að leik loknum taka sérfræðingarnir í Subway Körfuboltakvöldi við og fara yfir allt það helsta.

Klukkan 23:00 er tilþrifaþátturinn NBA 360 á dagskrá á Stöð 2 Sport 2, en í þeim þætti eru öll bestu tilþrif deildarinnar samankomin á einum stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×