Erlent

Þunglyndislyf gæti nýst gegn sjúkdómi sem leiðir til blindu

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Lyfið er selt í Bandaríkjunum undir heitinu Prozac. 
Lyfið er selt í Bandaríkjunum undir heitinu Prozac. 

Ný rannsókn vísindamanna við læknadeild Háskólans í Virginíu bendir til að þunglyndislyfið fluoxetine geti reynst áhrifaríkt til að koma í veg fyrir aldursbundna augnbotnahrörnun. Lyfið er þekkt í Bandaríkjunum undir heitinu Prozac.

Sjúkdómurinn, AMD, er lang algengasta ástæða blindu og alvarlegrar sjónskerðingar fólks eldri en 50 ára og glíma ríflega 200 milljón manns víða um heim við sjúkdóminn. 

Að því er kemur fram í tilkynningu um málið var lyfið notað í tilraunum á dýrum auk þess sem vísindamenn fóru yfir tvo gagnabanka tryggingafélaga sem innihéldu upplýsingar um fleira en 100 milljónir Bandaríkjamanna. 

Niðurstöður rannsóknarinnar voru nýverið birtar í læknaritinu PNAS en niðurstöðurnar sýndu að það væru minni líkur á að fólk þróaði með sér sjúkdóminn ef þau tóku fluoxetine. Við rannsóknina voru átta önnur þunglyndislyf einnig gefin en enginn þeirra sýndu sömu virkni og fluoxetine. 

 Kallað hefur verið eftir því að klínísk rannsókn fari nú fram þar sem áhrif lyfsins á fólk sem glímir við sjúkdóminn verða könnuð. Reynist það áhrifaríkt væri hægt að gefa lyfið ýmist munnlega eða með ígræðslu í auga.

Vísindamennirnir segja að um sé að ræða spennandi dæmi um nýtingu lyfja í öðrum tilgangi en þeim var upprunalega ætlað. Mögulegt sé að hægt sé að kanna áhrif annarra lyfja á aðra sjúkdóma og með því draga verulega úr þeim tíma sem vanalegast tekur að fá nýtt lyf samþykkt og flýta fyrir meðferð sjúklinga.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.