Guðlaug Edda segir fjórða mánuðinn þann erfiðasta: Vonin byrjar í myrkrinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 10:32 Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona æfði fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í bílskúrnum heima í lítilli laug sem hún keypti í Costco eftir að sundlaugum var lokað vegna Covid-19. Leikunum var á endanum frestað til ársins 2021 og hún datt síðan út eftir að hún meiddist á mjöðm. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir vinnur markvisst af því að koma til baka eftir efið meiðsli og stóra aðgerð á mjöðm. Það er ekki alltaf dans á rósum í endurkomunni eins og hún segir frá í nýjum pistli. „Vonin byrjar í myrkrinu, þrjóska vonin um að ef þú bara mætir og reynir að gera hið rétta, þá muni allt ganga upp,“ byrjaði Guðlaug Edda pistil sinn sem hún skrifar á ensku. „Ég vildi óska að eftir þessa mánuði væri endurkoman bros, sólskin og í regnbogans litum en það er víst ekki svo. Ég er enn á ferð með endurkomulestinni eftir aðgerðina. Það er svo margt í mínu lífi sem ég stjórna ekki en ég keyri áfram og trúi að það munu skila sér ef ég reyni að gera rétta hluti á hverjum degi,“ skrifar Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) „Fjórði mánuðurinn hefur verið sá erfiðasti hingað til frá aðgerðinni og það eru margar ástæður fyrir því. Ég er að æfa nokkuð eðlilega núna og mjöðmin sem aðgerðin var á er að verða sterkari og sterkari. Það hefur samt verið erfitt að vera ekki í formi og þurfa að æfa ein. Á sama tíma er ég að reyna að safna peningnum fyrir aðgerðinni, ég er að reyna að lifa lífinu og ég er enn að læra að treysta líkamanum mínum á ný,“ skrifar Guðlaug Edda. Það er enn hægt að hjálpa henni að safna fyrir aðgerðinni með því að styrkja hana hér. Það verður samt ekkert að því að hún keppi á síðustu þríþrautarmótum ársins. „Ég var að vonast til þess að geta tekið þátt í móti áður en tímabilið kláraðist en vissi samt að það yrði langsótt. Það var samt stjarnan mín í myrkrinu þegar ég var að komast fyrst af stað eftir aðgerðina. Ég hugsaði kannski of mikið um það. Þó að ég hafi getað æft og sé byrjuð að hlaupa aftur þá hef ég ekki nægan tíma til að koma mér í keppnisform. Ég gerði allt sem ég gat en það er ekki að hægt að flýta sér of mikið í þessu,“ skrifar Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Guðlaug Edda hefur verið við æfingar í Bandaríkjunum en hefur nú tekið þá ákvörðun að koma aftur heim til Íslands til að sækja orku og stuðning frá fjölskyldu sinni og vinum. „Um leið og ég tók þá ákvörðun að keppa ekki heltist yfir mig sorg, þunglyndi, vonbrigði og leiði. Þetta ár hefur ekki verið neitt annað en hörmulegt og ég er útkeyrð. Ég þarf tíma með mínu fólki til að endurræsa mig eftir að hafa eytt öllum tímanum mínum í Bandaríkjunum í aðgerð og endurhæfingu,“ skrifar Guðlaug Edda. „Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn og vonandi tekst mér að sýna mitt besta í mörgum keppnum á næsta ári og kannski keppi ég í nokkrum keppnum hér líka. Takk fyrir árið 2021, ég er tilbúin fyrir 2022. Sjáumst bráðum í Reykjavík,“ skrifar Guðlaug Edda. Þríþraut Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Sjá meira
„Vonin byrjar í myrkrinu, þrjóska vonin um að ef þú bara mætir og reynir að gera hið rétta, þá muni allt ganga upp,“ byrjaði Guðlaug Edda pistil sinn sem hún skrifar á ensku. „Ég vildi óska að eftir þessa mánuði væri endurkoman bros, sólskin og í regnbogans litum en það er víst ekki svo. Ég er enn á ferð með endurkomulestinni eftir aðgerðina. Það er svo margt í mínu lífi sem ég stjórna ekki en ég keyri áfram og trúi að það munu skila sér ef ég reyni að gera rétta hluti á hverjum degi,“ skrifar Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) „Fjórði mánuðurinn hefur verið sá erfiðasti hingað til frá aðgerðinni og það eru margar ástæður fyrir því. Ég er að æfa nokkuð eðlilega núna og mjöðmin sem aðgerðin var á er að verða sterkari og sterkari. Það hefur samt verið erfitt að vera ekki í formi og þurfa að æfa ein. Á sama tíma er ég að reyna að safna peningnum fyrir aðgerðinni, ég er að reyna að lifa lífinu og ég er enn að læra að treysta líkamanum mínum á ný,“ skrifar Guðlaug Edda. Það er enn hægt að hjálpa henni að safna fyrir aðgerðinni með því að styrkja hana hér. Það verður samt ekkert að því að hún keppi á síðustu þríþrautarmótum ársins. „Ég var að vonast til þess að geta tekið þátt í móti áður en tímabilið kláraðist en vissi samt að það yrði langsótt. Það var samt stjarnan mín í myrkrinu þegar ég var að komast fyrst af stað eftir aðgerðina. Ég hugsaði kannski of mikið um það. Þó að ég hafi getað æft og sé byrjuð að hlaupa aftur þá hef ég ekki nægan tíma til að koma mér í keppnisform. Ég gerði allt sem ég gat en það er ekki að hægt að flýta sér of mikið í þessu,“ skrifar Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Guðlaug Edda hefur verið við æfingar í Bandaríkjunum en hefur nú tekið þá ákvörðun að koma aftur heim til Íslands til að sækja orku og stuðning frá fjölskyldu sinni og vinum. „Um leið og ég tók þá ákvörðun að keppa ekki heltist yfir mig sorg, þunglyndi, vonbrigði og leiði. Þetta ár hefur ekki verið neitt annað en hörmulegt og ég er útkeyrð. Ég þarf tíma með mínu fólki til að endurræsa mig eftir að hafa eytt öllum tímanum mínum í Bandaríkjunum í aðgerð og endurhæfingu,“ skrifar Guðlaug Edda. „Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn og vonandi tekst mér að sýna mitt besta í mörgum keppnum á næsta ári og kannski keppi ég í nokkrum keppnum hér líka. Takk fyrir árið 2021, ég er tilbúin fyrir 2022. Sjáumst bráðum í Reykjavík,“ skrifar Guðlaug Edda.
Þríþraut Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn