Erlent

Maður féll hundrað metra af loftbelg og lést

Kjartan Kjartansson skrifar
Loftbelgur hefur sig á loft. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki.
Loftbelgur hefur sig á loft. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Getty

Karlmaður féll af loftbelg í um hundrað metra hæð og lést í Ísrael í dag. Lögregla segir að maðurinn hafi hangið utan á körfu loftbelgsins. Hann er sagður hafa starfað við loftbelgjaflugið á jörðu niðri.

Ekki er ljóst hvers vegna maðurinn hékk utan á körfunni þegar loftbelgurinn hóf sig á loft, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Vefmiðlar í Ísrael birtu myndir þar sem maðurinn sást halda dauðahaldi í körfuna í miðju lofti.

AP-fréttastofan hefur eftir lögreglustjóra á sævðinu að frumrannsókn bendi til þess að loftbelgurinn hafi farið á loft með manninn hangandi utan á körfunni. Vegfarendur á jörðu niðri hafi gert lögreglu viðvart og hún lét flugmanninn vita. Hann náði þó ekki að lenda belgnum áður en starfsmaðurinn missti takið.

Lögregla segir að maðurinn hafi fallið um hundrað metra og lent á vegi í norðanverðu landinu. Hann var á þrítugsaldri, að sögn AP-fréttastofunnar. Ísraelskir fjölmiðlar halda því fram að maðurinn hafi lent ofan á bíl sem var ekið eftir veginum.

Fjórtán farþegar voru um borð í loftbelgnum en flugmaðurinn lenti honum heildu og höldnu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.