Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.

Kári Stefánsson segir tímabært að Íslendingar taki þá áhættu að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum en stjórnvöld taka afstöðu til næstu skrefa á morgun. Heilbrigðisráðherra hefur ráðist í margþættar aðgerðir til að búa spítalann undir álag vegna faraldursins. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Á meðan leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna ræða hvert Ísland skuli stefna í nýtingu grænnar orku voru þau mál ofarlega á baugi á Arctic Circle. Forstjóri Landsvirkjunar segir orkuskipti ekki leyst öðruvísi en að virkja meira og að Ísland geti skaffað Evrópuþjóðum rafeldsneyti. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig verðum við í beinni frá Kópavogi þar sem lögreglan hefur staðið í umfangsmiklum aðgerðum í dag vegna vopnaðs ráns og heyrum í verslunareiganda um mögulegan vöruskort fyrir jólin.

Þá skoðum við róttækar breytingar sem til stendur að gera á Bústaða- og Hálaleitishverfi, kíkjum á æfingu fyrir óperu um Vigdísi Finnbogadóttur og kynnum okkur nútímavætt Kolaport.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×