Sport

Dag­skráin í dag: Meistara­deild Evrópu og NBA-deildin fer af stað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Giannis Antetokounmpo hefur titilvörn sína og Milwaukee Bucks í kvöld.
Giannis Antetokounmpo hefur titilvörn sína og Milwaukee Bucks í kvöld. EPA-EFE/TANNEN MAURY SHUTTERSTOCK OUT

Það er nóg um að vera á þessum fína þriðjudagskvöldi á rásum Stöðvar 2 Sport.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 11.55 hefst leikur Ajax og Borussia Dortmund í UEFA Youth League. Klukkan 13.55 er komið að leik Atlético Madríd í sömu keppni.

Klukkan 18.15 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Stórleikur París Saint-Germain og RB Leipzig er á dagskrá klukkan 18.50. Klukkan 21.00 hefjast Meistaradeildarmörkin en þar verður farið yfir öll mörk kvöldsins í Meistaradeildinni.

Klukkan 23.30 er fyrsti leikur NBA-deildarinnar í ár á dagskrá en meistarar Milwaukee Bucks mæta þá Kyrie Irving-lausu stórliði Brooklyn Nets.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 16.35 hefst leikur Club Brugge og Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Klukkan 18.50 er komið að leik Shakhtar Donetsk og Real Madríd.

Stöð 2 Sport 4

Inter frá Mílanó tekur á móti Sheriff klukkan 18.50.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 18.30 hefst Turf-deildin en þar keppt í tölvuleiknum Rocket League. Klukkan 20.15 hefjast leikir dagsins í Vodafone-deildinni en þar er keppt í tölvuleiknum Counter-Strike Global:Offensive.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×