Það sem JustWatch gerir er að sameina streymisveitur sem notendur eru með áskriftar að í eina leitarvél.
Vilji maður til að mynda horfa á Braveheart (eins og allir eiga að gera) þá getur maður leitað í JustWatch og þjónustan vísar manni á Disney+ þar sem áskrifendur geta horft.
Þegar leitað er að Godfather vísar JustWatch á Google Play þar sem hægt er að leigja kvikmyndina fyrir 380 krónur. Það er væntanlega vegna þess að engin streymisveita er með réttinn til að sýna myndina hér á landi.
Gagnagrunnur JustWatch tekur mið af því sem við Íslendingar getum horft á. Það er að segja hvað við höfum rétt á að horfa á en kvikmyndir og þættir flakka iðulega á milli streymisveita.
Þjónustan er þó ekki tengd íslensku streymisveitunum Stöð 2+ og Sjónvarpi Símans.