Skörpustu myndirnar af stærstu smástirnum sólkerfisins Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2021 12:00 Ceres (t.v.) og Vesta (t.h.), tvö stærstu fyrirbærin í smástirnabeltinu á milli Mars og Júpíters. Smástirnin reyndust þau eðlisþyngstu af þeim sem voru skoðuð í rannsókninni. ESO/Vernazza et al./MISTRAL algorithm (ONERA/CNRS) Myndir sem stjörnufræðingar hafa náð af 42 stærstu fyrirbærunum í smástirnabeltinu í sólkerfinu okkar eru þær skörpustu til þessa. Þær varpa ljósi á fjölbreytta lögun og efnasamsetningu smástirnanna. Milljarðar hnullunga af ýmsum stærðum og gerðum er að finna í smástirnabeltinu sem liggur á milli reikistjarnanna Mars og Júpíters. Þau stærstu eru á stærð við lítil tungl en þau minnstu eru aðeins hnullungar úr grjóti og ís. Talið er að smástirnin séu leifar af efnisskífunni sem sólkerfið myndaðist úr fyrir meira en fjórum og hálfum milljarði ára. Nú hefur hópur stjörnufræðinga náð skýrum myndum af 42 af stærstu smástirnunum í beltinu með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Aldrei áður hafa náðst svo skýrar myndir af svo stórum hópi smástirna, að því er segir í tilkynningu frá ESO. Athuganir á smástirnunum hafa verið heldur takmarkaðar fram að þessu. Af þeim stærstu voru teknar nákvæmar myndir af Ceres, Vestu og Lutetiu í Dawn- og Rosettu-leiðöngrum bandarísku og evrópsku geimstofnanna. Af þessum sökum hefur lítið verið vitað um nákvæma lögun smástirnanna og eðlismassa þeirra. Í ljós kemur að þau falla almennt séð í tvo meginflokka: nánast hnöttótta hnullunga og ílengri hnullunga. Í fyrri flokkinn falla smástirni eins og Ceres og Hygiea en í þann síðari fellur Kleópatra sem er í laginu eins og bein fyrir hund. Myndir af 42 stærstu fyrirbærunum í smástirnabeltinu. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitækinu á VLT-sjónaukanum. Það er næmt fyrir sýnilegu og nærinnrauðu ljósi.ESO/M. Kornmesser/Vernazza et al./MISTRAL algorithm (ONERA/CNRS) Þéttari en demantar Flest smástirnin 42 sem voru skoðuð með sjónaukanum eru stærri en hundrað kílómetrar að þvermáli. Myndir náðust af tuttugu af þeim tuttugu og þremur í beltinu sem eru stærri en tvö hundruð kílómetrar. Stærstu smástirnin sem voru skoðuð voru Ceres og Vesta sem eru annars vegar 940 og hins vegar 520 kílómetrar að þvermáli. Þau tvö minnstu voru Úranía og Ásónía sem eru aðeins um níutíu kílómetrar að þvermáli hvort um sig. Þegar vísindamennirnir báru saman nákvæmar upplýsingar um nákvæma lögun fyrirbæranna og mælingar á massa þeirra gátu þeir reiknað út eðlismassa þeirra. Verulegur munur reyndist á fyrirbærunum. Fjögur eðlisléttustu smástirnin, þar á meðal Lamberta og Sylvía reyndust með eðlismassa á við kolamola, um 1,3 grömm á rúmsentímetra. Þau eðlisþyngstu eins og Síka og Kallíópa eru þéttari en demantur, um þrjú og hálft kíló á rúmsentímetra. Ásónía (t.v.) og Úranía (t.h.), tvö smæstu smástirnin sem teknar voru myndir af. Þau eru um 90 kílómetrar að þvermáli.ESO/Vernazza et al./MISTRAL algorithm (ONERA/CNRS) Mynduðust líklega á ólíkum stöðum í sólkerfinu Þessi mikli munur á eðlismassa er sagður benda til þess að efnasamsetning smástirnanna geti verið ákaflega ólík innbyrðis. Það gefur aftur vísbendingar um uppruna þeirra. Niðurstöður athugananna benda til þess að smástirnin hafi ferðast töluvert til frá því að þau mynduðust fyrst. Josef Hanus frá Karlsháskóla í Prag í Tékklandi sem er einn höfunda greinar um rannsóknina segir aðeins hægt að skýra muninn á efnasamsetningu smástirnanna með því að þau hafi myndast á ólíkum stöðum í frumsólkerfinu. Eðlisléttustu fyrirbærin hefðu þá myndast utan við braut Neptúnusar en síðan ferðast innar í sólkerfið með tíð og tíma. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Nýjar myndir af skæru blettunum á Ceres Blettirnir á dvergplánetunni hafa vakið gífurlega forvitni vísindamanna jafnt sem annarra. 10. september 2015 13:40 Geimfarið Dawn á sporbaug um Ceres Dawn hefur verið sjö og hálft ár á leiðinni til dvergreikistjörnunnar Ceres. 6. mars 2015 15:43 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Milljarðar hnullunga af ýmsum stærðum og gerðum er að finna í smástirnabeltinu sem liggur á milli reikistjarnanna Mars og Júpíters. Þau stærstu eru á stærð við lítil tungl en þau minnstu eru aðeins hnullungar úr grjóti og ís. Talið er að smástirnin séu leifar af efnisskífunni sem sólkerfið myndaðist úr fyrir meira en fjórum og hálfum milljarði ára. Nú hefur hópur stjörnufræðinga náð skýrum myndum af 42 af stærstu smástirnunum í beltinu með VLT-sjónauka Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Aldrei áður hafa náðst svo skýrar myndir af svo stórum hópi smástirna, að því er segir í tilkynningu frá ESO. Athuganir á smástirnunum hafa verið heldur takmarkaðar fram að þessu. Af þeim stærstu voru teknar nákvæmar myndir af Ceres, Vestu og Lutetiu í Dawn- og Rosettu-leiðöngrum bandarísku og evrópsku geimstofnanna. Af þessum sökum hefur lítið verið vitað um nákvæma lögun smástirnanna og eðlismassa þeirra. Í ljós kemur að þau falla almennt séð í tvo meginflokka: nánast hnöttótta hnullunga og ílengri hnullunga. Í fyrri flokkinn falla smástirni eins og Ceres og Hygiea en í þann síðari fellur Kleópatra sem er í laginu eins og bein fyrir hund. Myndir af 42 stærstu fyrirbærunum í smástirnabeltinu. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitækinu á VLT-sjónaukanum. Það er næmt fyrir sýnilegu og nærinnrauðu ljósi.ESO/M. Kornmesser/Vernazza et al./MISTRAL algorithm (ONERA/CNRS) Þéttari en demantar Flest smástirnin 42 sem voru skoðuð með sjónaukanum eru stærri en hundrað kílómetrar að þvermáli. Myndir náðust af tuttugu af þeim tuttugu og þremur í beltinu sem eru stærri en tvö hundruð kílómetrar. Stærstu smástirnin sem voru skoðuð voru Ceres og Vesta sem eru annars vegar 940 og hins vegar 520 kílómetrar að þvermáli. Þau tvö minnstu voru Úranía og Ásónía sem eru aðeins um níutíu kílómetrar að þvermáli hvort um sig. Þegar vísindamennirnir báru saman nákvæmar upplýsingar um nákvæma lögun fyrirbæranna og mælingar á massa þeirra gátu þeir reiknað út eðlismassa þeirra. Verulegur munur reyndist á fyrirbærunum. Fjögur eðlisléttustu smástirnin, þar á meðal Lamberta og Sylvía reyndust með eðlismassa á við kolamola, um 1,3 grömm á rúmsentímetra. Þau eðlisþyngstu eins og Síka og Kallíópa eru þéttari en demantur, um þrjú og hálft kíló á rúmsentímetra. Ásónía (t.v.) og Úranía (t.h.), tvö smæstu smástirnin sem teknar voru myndir af. Þau eru um 90 kílómetrar að þvermáli.ESO/Vernazza et al./MISTRAL algorithm (ONERA/CNRS) Mynduðust líklega á ólíkum stöðum í sólkerfinu Þessi mikli munur á eðlismassa er sagður benda til þess að efnasamsetning smástirnanna geti verið ákaflega ólík innbyrðis. Það gefur aftur vísbendingar um uppruna þeirra. Niðurstöður athugananna benda til þess að smástirnin hafi ferðast töluvert til frá því að þau mynduðust fyrst. Josef Hanus frá Karlsháskóla í Prag í Tékklandi sem er einn höfunda greinar um rannsóknina segir aðeins hægt að skýra muninn á efnasamsetningu smástirnanna með því að þau hafi myndast á ólíkum stöðum í frumsólkerfinu. Eðlisléttustu fyrirbærin hefðu þá myndast utan við braut Neptúnusar en síðan ferðast innar í sólkerfið með tíð og tíma.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Nýjar myndir af skæru blettunum á Ceres Blettirnir á dvergplánetunni hafa vakið gífurlega forvitni vísindamanna jafnt sem annarra. 10. september 2015 13:40 Geimfarið Dawn á sporbaug um Ceres Dawn hefur verið sjö og hálft ár á leiðinni til dvergreikistjörnunnar Ceres. 6. mars 2015 15:43 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Rétti Trump miða um að tilkynna samkomulag um Gasa Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Nýjar myndir af skæru blettunum á Ceres Blettirnir á dvergplánetunni hafa vakið gífurlega forvitni vísindamanna jafnt sem annarra. 10. september 2015 13:40
Geimfarið Dawn á sporbaug um Ceres Dawn hefur verið sjö og hálft ár á leiðinni til dvergreikistjörnunnar Ceres. 6. mars 2015 15:43