Sport

Bætti eigið Íslandsmet og tryggði sér þátttökurétt á EM

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aldís Kara

Aldís Kara Bergsdóttir bætti eigið Íslandsmet á listskautum þegar hún tók þátt í sterku móti í Finnlandi í gær.

Aldís Kara sýndi góða frammistöðu og fékk 25,15 tæknistig fyrir og 45,45 stig í heildina sem er nýtt íslandsmet í stuttu prógrammi í fullorðinsflokki kvenna. Bætti Aldís þar með eigið met frá því í janúar á þessu ári.

Með þessum góða árangri tryggði Aldís sér þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu í listkskautum en til þess þurfti að lágmarki 23 tæknistig.

Aldís Kara er fyrst Íslendinga til að ná lágmörkum fyrir Evrópumót en mótið mun fara fram í Eistlandi í byrjun næsta árs.

Aldís hefur ekki lokið keppni um helgina þar sem að hún mun taka þátt í keppni með frjálsu prógrammi í Finnlandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×