Slæma stelpan og fyrrverandi UFC drottningin Ronda Rousey orðin móðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2021 07:01 Ronda Rousey ásamt eiginmanni og barnsföður sínum. Paul Archuleta/FilmMagic Hin 34 ára gamla Ronda Rousey birti færslu á Instagram-síðu þess efnis að hún hefði eignast stúlkubarn með eiginmanni sínum Travis Browne. Travis, líkt og Ronda, keppti einnig í UFC á sínum tíma og því er auðvelt að gera sér í hugarlund hvaða íþrótt hin nýfædda Makalapuaokalanipō Browne mun stunda þegar fram líða stundir. View this post on Instagram A post shared by Ronda Rousey (@rondarousey) Hvað varðar frægð og frama í íþróttinni þá kemst Travis ekki með tærnar þar sem Ronda hafði hælana en hún var óumdeilanlega ein stærsta stjarna íþróttarinnar þegar stjarna hennar skein sem skærast. „Rowdy“ Ronda Rousey var þegar orðin stórt nafn innan bardagasenunnar Vestanhafs áður en hún samdi við UFC árið 2012. Varð hún þar með fyrsta konan til að semja við UFC-samsteypuna. Ronda var einfaldlega ósigrandi næstu árin og vann hvern bardagann á fætur öðrum. Hún var þekkt fyrir að jarða andstæðinga sína strax í upphafi, til að mynda vann hún einn bardaga á aðeins 14 sekúndum. Ronda Rousey lét verkin tala í hringnum.Vísir/Getty Í nóvember 2015 kom fyrsta tapið en hún var þá þegar farin að einbeita sér að öðru en UFC. Tapið kom gegn Holly Holm og tók það Rondu dágóðan tíma að jafna sig. Ári síðar tapaði hún aftur og hefur hún ekki keppt í UFC síðan. Ronda var mjög fær í júdó og vann til að mynda til verðlauna á Ólympíuleikunum 2008. Hún var einnig mikill aðdáandi glímu og færði sig tímabundið yfir í WWE-glímu. Þá hefur hún verið dugleg að láta til sín taka á öðrum sviðum, meðal annars tölvuleikjum. Sumarið 2017 - ári áður en hún var tekin inn í frægðarhöll UFC - má segja að ferill Rondu Rousey hafi náð hápunkti, allavega á Íslandi. Hún var þá stór hluti af sumarsmellnum B.O.B.A sem sunginn var af þeim JóaPé og Króla. Lagið fór líkt og eldur um sinu á útvarpsstöðvum landsins og var spilað oftar en góðu hófi gegnir. Í viðlagi lagsins - sem hefur verið spilað 3.290.907 sinnum á Spotify þegar fréttin er skrifuð - syngja þeir félagar: „Slæmar stelpur gera mig svo rousey eins og Ronda.“ Ronda Rousey hefur einnig reynt fyrir sér á hvíta tjaldinu. Hún hefur leikið í kvikmyndum á borð við The Expendables 3, Furious 7, Entourage, Mile 22 og Charlie´s Angels ásamt fjölda sjónvarpsþátta. Ronda Rousey is now officially the first person in human history to be a @WWE Champion, UFC Champion and a mom! Congrats to Ronda & Travis! pic.twitter.com/SGLJsWQTsc— Ryan Pappolla (@BodieIsRyan) September 28, 2021 Nú hefur hin 34 ára gamla Ronda ákveðið að taka að sér enn eitt hlutverkið og má reikna með að hún tækli það af sinni alkunni snilld. Tímamót Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Sjá meira
Travis, líkt og Ronda, keppti einnig í UFC á sínum tíma og því er auðvelt að gera sér í hugarlund hvaða íþrótt hin nýfædda Makalapuaokalanipō Browne mun stunda þegar fram líða stundir. View this post on Instagram A post shared by Ronda Rousey (@rondarousey) Hvað varðar frægð og frama í íþróttinni þá kemst Travis ekki með tærnar þar sem Ronda hafði hælana en hún var óumdeilanlega ein stærsta stjarna íþróttarinnar þegar stjarna hennar skein sem skærast. „Rowdy“ Ronda Rousey var þegar orðin stórt nafn innan bardagasenunnar Vestanhafs áður en hún samdi við UFC árið 2012. Varð hún þar með fyrsta konan til að semja við UFC-samsteypuna. Ronda var einfaldlega ósigrandi næstu árin og vann hvern bardagann á fætur öðrum. Hún var þekkt fyrir að jarða andstæðinga sína strax í upphafi, til að mynda vann hún einn bardaga á aðeins 14 sekúndum. Ronda Rousey lét verkin tala í hringnum.Vísir/Getty Í nóvember 2015 kom fyrsta tapið en hún var þá þegar farin að einbeita sér að öðru en UFC. Tapið kom gegn Holly Holm og tók það Rondu dágóðan tíma að jafna sig. Ári síðar tapaði hún aftur og hefur hún ekki keppt í UFC síðan. Ronda var mjög fær í júdó og vann til að mynda til verðlauna á Ólympíuleikunum 2008. Hún var einnig mikill aðdáandi glímu og færði sig tímabundið yfir í WWE-glímu. Þá hefur hún verið dugleg að láta til sín taka á öðrum sviðum, meðal annars tölvuleikjum. Sumarið 2017 - ári áður en hún var tekin inn í frægðarhöll UFC - má segja að ferill Rondu Rousey hafi náð hápunkti, allavega á Íslandi. Hún var þá stór hluti af sumarsmellnum B.O.B.A sem sunginn var af þeim JóaPé og Króla. Lagið fór líkt og eldur um sinu á útvarpsstöðvum landsins og var spilað oftar en góðu hófi gegnir. Í viðlagi lagsins - sem hefur verið spilað 3.290.907 sinnum á Spotify þegar fréttin er skrifuð - syngja þeir félagar: „Slæmar stelpur gera mig svo rousey eins og Ronda.“ Ronda Rousey hefur einnig reynt fyrir sér á hvíta tjaldinu. Hún hefur leikið í kvikmyndum á borð við The Expendables 3, Furious 7, Entourage, Mile 22 og Charlie´s Angels ásamt fjölda sjónvarpsþátta. Ronda Rousey is now officially the first person in human history to be a @WWE Champion, UFC Champion and a mom! Congrats to Ronda & Travis! pic.twitter.com/SGLJsWQTsc— Ryan Pappolla (@BodieIsRyan) September 28, 2021 Nú hefur hin 34 ára gamla Ronda ákveðið að taka að sér enn eitt hlutverkið og má reikna með að hún tækli það af sinni alkunni snilld.
Tímamót Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Sjá meira